1
Menning

Þögn á Akranesi

2
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

3
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

4
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

5
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

6
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

7
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

8
Innlent

Sonur Sævars Þórs eltur

9
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

10
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Til baka

Kona réðist á pítsasendil með hnefahöggum í andlitið

Berserkur handtekinn á hótelherbergi.

Lögreglan
Mynd: Lára Garðarsdóttir

Níu manns gista fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir gærkvöldið og nóttina. Alls voru 74 mál bókuð í kerfum lögreglunnar á þessu tímabili. Hér eru nokkur dæmi.

Víðáttuölvaður einstaklingur dundaði sér við að brjóta rúður á hóteli í Reykjavík. Þar sem hann var ekki í nokkru ástandi til þess að vera meðal almennings var hann vistaður í fangaklefa.

Þá rændi kona síma af pítsasendli og þegar sendillinn elti hana veittist hún að honum með hnefahöggum í andlitið. Var hún í annarlegu ástandi og vistuð í klefa í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynning barst einnig um eld sem reyndist vera í grilli matsölustaðar í Reykjavík. Gekk slökkviliðinu vel að slökkva eldinn og engar meiriháttar skemmdir urðu í eldhúsinu, fyrir utan eldunartækið.

Ökumaður sem síendurtekið hefur verið tekinn án ökuréttinda, hélt áfram uppteknum hætti en þegar lögreglan stöðvaði hann reyndist hann einnig vera á nagladekkjum. Á ökumaðurinn yfir höfði sér sekt.

Þá barst lögreglunni tilkynning um mann sem væri að ganga berseksgang á hótelherbergi. Hafði hann haft orð á því að ef lögreglan mætti á svæðið myndi hann slást við hana. Rætt var við aðilann í herberginu, sem var vægast sagt í annarlegu ástandi vegna fíkniefnanotkunar og var óútreiknanlegur í hegðun. Æstist hann og róaðist til skiptis. Inni í herberginu mátti sjá meint fíkniefni. Var bersekurinn að lokum handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Hlemm, þar sem meiri fíkniefni fundust á honum. Var hann vistaður í klefa.

Og enn um hótel, en tilkynnt var um innbrot á hótelherbergi þar sem heyrnartólum, vegabréfi og fleiru var stolið en málið er í rannsókn. Einnig bar brotist inn á annað hótel þar sem hurð var spennt upp aftan við húsið og farið þar inn. Þegar lögregluna bar að garði var enginn í húsinu en málið er í rannsókn.

Innbrotatilkynningarnar voru fleiri en ein slík barst um innbrot í húsnæði félagssamtaka í gegnum glugga. Þá barst einnig tilkynning um þrjót sem var að brjótast inn í húsnæði með verkfæri en sá hljóp í burtu. Málin tvö eru bæði í rannsókn.

Lögreglunni sem annast útköll í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi, barst tilkynning um eld í þvottavél á heimili. Búið var að slökkva eldinn þegar lögreglan kom á vettvang.

Sömu lögreglu barst tilkynning um óvelkomna menn sem höfðu brotið upp lyklabox og komið sér fyrir í sameign fjölbýlis. Voru þeir drukknir og vel kunnugir lögreglunni. Voru þeir vistaðir í klefa.

Kópavogs - og Breiðholtslögreglunni barst tilkynnig um sótölvaðan mann sem var ber að ofan með barefli við húsnæði í Breiðholtinu. Taldi hinn rokfulli maður að það væri hans mikla köllun að vernda húsið, í samræðum við lögregluna og sagðist ómögulega geta lofað því að halda ekki áfram uppteknum hætti. Var hann að endingu handtekinn og vistaður í klefa sökum ástands og brots á vopnalögum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Óvenjuleg skotmörk í baráttu rússneskra stjórnvalda gegn LGBTQ+
Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt
Heimur

Ísraelsk herskip ögruðu Sumud-flotanum í nótt

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

„Fólk sem segir eitthvað annað er annað hvort að ljúga að þér eða bergmála lygar“
Bíll endaði á húsi í Kópavogi
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Loka auglýsingu