Í dagbók lögreglu frá því í nótt og í gær er greint frá því að karla og kona hafi verið handtekin í Hafnarfirði vegna líkamsárásar. Voru þau vistuð í fangaklefa að sögn lögreglu,
Eldur kviknaði í fatahreinsun í miðbænum. Lítill eldur var í húsinu og gekk vel að slökkva eldinn
Tveir menn voru til vandræða á veitingastað í Reykjavík. Þegar mönnunum var flett upp í kerfum lögreglu kom í ljós að annar var eftirlýstur og var hann því handtekinn og vistaður í fangaklefa.
Brotist inn var á tannlæknastofu í Breiðholti. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu. Þá var einn maður handtekinn í Breiðholti fyrir að ráðast á leigubílstjóra.
Strætóbílstjóri var aðstoðaður í Árbænum þar sem farþegi svaf ölvunarsvefni í bílnum. Maðurinn var vakinn af lögreglu og vísað út úr strætó.
Komment