1
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

2
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Menning

Þögn á Akranesi

6
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

7
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

8
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

9
Minning

Anna Birgis er fallin frá

10
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

Til baka

Kominn fimmtán ára á Litla-Hraun

Stefán Blackburn á sláandi glæpa- og ofbeldisferil að baki, sem virtist hafa verið lokið.

Stefán Blackburn réttarhöld
Stefán BlackburnStefán hefur ákærður fyrir að myrða Hjörleif Guðmundsson
Mynd: Víkingur

Einn þeirra þriggja sem eru í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa banað manni eftir að hafa rænt honum og kúgað út úr honum fé, er Stefán Blackburn, þekktur síbrotamaður.

Byrjunin

Stefán, sem verður 34 ára í ár, var aðeins 15 ára þegar hann fékk fyrsta dóminn á löngum glæpaferli sínum. Á fimm ára tímabili þegar Stefán var nýorðinn fimmtán ára, komst hann hvað eftir annað í kast við lögin, meðal annars vegna líkamsárása, rána, hótana og fíkniefnaneyslu.

Þriðjudaginn 31. oktober 2006 veittist Stefán með félögum sínum að vegfaranda á Kleifarvegi í Laugardalnum, hótaði honum lífláti og krafðist af honum peninga. Stálu þeir Nokia-farsíma af manninum. DV sagði frá því að Stefán hefði sagst hafa hótað manninum lífláti, ef hann gæfi þeim ekki pening. Sagði hann ástæðuna fyrir ráninu hafa verið þá að þeir félagarnir væru búnir með fíkniefni sín og af þeim sökum ákveðið að ræna næsta mann sem yrði á þeirra vegi.

Sama dag sparkaði Stefán í bakið á blaðbera í Hjallalandi en þolandinn hlaut roða á vanga og rispur á hálsi. Hótuðu félagar Stefáns manninum lífláti og skipuðu að afhenda þeim veski sitt. Er hann kvaðst ekki vera með veski með sér, kröfðust þeir síma hans og stálu honum.

Rúmum mánuði síðar, miðvikudaginn 29. nóvember 2006, reyndi Stefán, í félagi við tvo aðra menn, að ræna heilum hraðbanka úr afgreiðslu Landsbankans við Klettháls. Reyndu þeir að koma hraðbankanum á pallbíl en hann var að verðmæti 1,5 milljón króna en alls voru í honum 3.941.000 krónur í reiðufé. Stefán sagði hópinn hafa verið á leið á Litla-Hraun að sækja félaga sinn er þeir keyrðu framhjá hraðbankanum og tekið ákvörðun um að ræna honum. Samkvæmt DV sagði hann alla í bílnum hafa verið ruglaða en að hann sjálfur hefði aðeins spíttaður. Félögunum mistókst að koma hraðbankanum í bílinn og urðu því að láta sig hverfa.

Föstudaginn 22. desember 2006 braust hann í félagi með öðrum inn í grunnskóla á Selfossi en þaðan stálu þeir myndavél, tölvubúnaði og fleiri munum sem metnir voru á 407 þúsund krónur.

Árið 2007 byrjaði ekki vel hjá Stefáni en sunnudaginn 14. janúar. Þá stal hann bíl og ók honum réttindalaus frá Reykjanesbraut við Mjódd að heimili sínu á Langholtsvegi, hvar hann skildi bílinn eftir.

Tveimur vikum síðar, sunnudaginn 28. janúar stal Stefán Sony-Ericson-farsíma úr söluturni á Akureyri. Tók hann símann af borði í turninum og gekk með hann út.

Miðvikudaginn 25. mars hótaði hann að skera mann á háls. Hafði hann farið með vinum sínum í 10-11 við Setberg í Hafnarfirði og krafið starfsmann verslunarinnar um peninga og hótuðu þeir honum að þeir myndu skera hann á háls. Neyddu þeir starfsmenn til þess að opna tvo peningakassa og tóku úr þeim 41. þúsund krónur, auk fimm vindlingapakka og þrjár DVD-myndir.

Barn í fangelsi

Stefán var að lokum handtekinn og settur í gæsluvarðhald í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg. Var hann síðan sendur á unglingaheimilið að Stuðlum til áframhaldandi gæslu en var síðan sendur aftur á Skólavörðustíg. Stefán fór síðan þaðan á Háholt en vegna endurtekinnar ofbeldishegðunnar fór hann að lokum á Litla-Hraun, aðeins 15 ára gamall.

Í febrúar 2008 hlaut Stefán Blackburn þungan dóm fyrir brot sem hann framdi 16 ára gamall. Stefán sló leigubílstjóra í tvígang í höfuðið með hamri. Hlaut bílstjórinn vefjaskaða og var árásin metin bæði fólskuleg og gríðarlega hættuleg. Hlaut Stefán fjögurra ára fangelsi fyrir árásina og mun fleiri brot sem hið svokallaða Árnesgengi framdi, þar með taldar tvær líkamsárásir auk auðgunarbrots, rána og ránstilraunar. Mánuði áður hafði hann hlotið 20 mánaða dóm.

Þann 16. mars 2010 var Stefán síðan dæmdur í 30 daga fangelsisrefsingar vegna þjófnaðar og í nóvember 2011 gekkst hann undir viðurlagaákvörðun vegna umferðalagabrota.

Í apríl 2012 dæmdi Héraðsdómur Suðurlands hinn tvítuga Stefán, í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö rán. Í ránunum ógnaði Stefán mönnum með hafnarboltakylfu en í niðurstöðu dómsins sagði að brotin hafi verið alvarleg og til þess gerð að vekja ótta þolandanna.

Þann 21 júní 2013 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Stefán í 14 mánaða fangelsi fyrir fjársvik, vopnalagabrot og umferðarlagabrot. Ók Stefán sex sinnum undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Stefán var einnig vopnaður hnífi fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur, borgaði ekki fyrir far með leigubíl og stað bifreið.

Stokkseyrarmálið

Í febrúar 2014 var Stefán Blackburn dæmdur í sex ára fangelsi ásamt öðrum síbrotamanni en þrír aðrir hlutu styttri dóm. Um er að ræða hið alræmda Stokkseyrarmál þar sem fimmmenningarnir voru kærðir fyrir mannrán á tveimur mönnum. Málið þótti hið hrottalegasta en mennirnir sættu barsmíðum og pyntingum. Var annar mannanna meðal annars stunginn með skrúfjárni, dúkahníf og óhreinum sprautunálum. Þá var hann einnig skorinn víða um líkamann og klippt í eyra hans.

Hinn maðurinn var barinn ítrekað með kylfu, hann skorinn og kveikt var í kynfærum hans og bringu. Hlaut Stefán Blackburn, líkt og áður segir sex ára dóm fyrir glæpinn.

Frelsi

Árið 2017 var Stefán laus úr fangelsi en þurfti að ganga með öklaband. Síðar það ár var hann aftur kominn inn á Litla-Hraun vegna gruns um líkamsárás .

Í upphafi ársins 2018 var Stefán aftur frjáls ferða sinna og virðist hafa náð að halda sér á beinu brautinni síðan, en hann kom sér upp fjölskyldu og vann meðal annars sem sjómaður.

Í mars var hann aftur á móti handtekinn vegna gruns um manndráp en maður á sjötugsaldri fannst milli heims og helju á göngustíg á Gufunesinu eftir að hafa verið rænt á Þorlákshöfn, þar sem hann bjó. Maðurinn lést stuttu eftir komuna á spítala.

Stefán hefur verið ákærður fyrir manndráp í málinu en hann neitar sök. Matthías Björn Erlingsson, sem hefur einnig fyrir ákærður fyrir manndrápið, segir að Stefán og Lúkas Geir Ingvarsson hafi platað sig til þátttöku. Hann hafi ekki vitað hvað hafi verið í gangi fyrr of seint.

Uppfært 11. ágúst 2025

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

„Þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið, þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki“
Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu
Heimur

Sigurbjörg biður um hjálp fyrir sveltandi fjölskyldu

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss
Myndband
Heimur

Hjúkrunarfræðingur skotinn í höfuðið í anddyri sjúkrahúss

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Djásn Skerjafjarðar á sölulista
Fólk

Djásn Skerjafjarðar á sölulista

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir
Innlent

Fjölgun í tilkynningum um nauðganir

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza
Innlent

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

„Þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið, þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki“
Einstæð þriggja barna móðir áreitt
Innlent

Einstæð þriggja barna móðir áreitt

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni
Innlent

Lambhagi lofar að merkja vöru með sínu rétta nafni

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun
Innlent

Árbæingur hótaði lögreglumanni nauðgun

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni
Innlent

Kannast ekki við uppákomu í Skeifunni

Loka auglýsingu