
Það er gott að búa í KópavogiEn þetta hús er mjög nærri Árbænum, þar sem er líka gott að búa.
Helgi Sigurðsson og María Valdimarsdóttir hafa auglýst hús sitt til sölu en um er að ræða glæsilegt einbýlishús í Kópavogi.
Helgi var á sínum tíma atvinnumaður knattspyrnu og spilaði meðal annars í Þýskalandi, Noregi, Danmörku og Grikklandi. Þá lék hann 62 landsleiki fyrir hönd Íslands og skoraði í þeim tíu mörk. Helgi hefur á undanförnum árum einbeitt sér að þjálfun og hefur þjálfaði ÍBV og Fylki.
En eignin skiptist m.a. í stórar og glæsilegar stofur með útsýni, virkilega vandað og rúmgott eldhús með búri inn af, þrjú stór barnaherbergi, mjög stóra hjónasvítu, þrjú baðherbergi, stórt þvottaherbergi, sjónvarpsstofu o.fl.
Helgi og María vilja fá 315.000.000 króna fyrir húsið.








Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment