
Fyrrverandi 5. bekkjar kennari, hin 25 ára gamla. Madison Bergmann, gæti átt yfir höfði sér meira en áratug í fangelsi eftir að hún játaði á sig ákæru um óviðeigandi háttsemi í tengslum við nemanda sinn.
Bergmann starfaði við River Crest-grunnskólann í Hudson í Wisconsin þar til hún missti starf sitt í kjölfar ásakana um óviðeigandi samskipti við 11 ára nemanda á síðasta ári. Samkvæmt dómsgögnum, sem fjölmiðillinn Law & Crime hefur skoðað, játaði hún á mánudag sök fyrir eitt brot um tælingu barns með kynferðislegum ívafi og tvö brot fyrir kynferðislega misnotkun af hálfu starfsfólks skóla.
Í réttarhöldunum grét Bergmann mikið og var í tárum þegar hún var leidd burt í handjárnum, að sögn Law & Crime.
Samkomulag við saksóknara
Með játningu Bergmann féll saksóknari frá alvarlegustu ákærunum, þar á meðal fyrir kynferðisofbeldi á fyrsta stigi, auk ákæra fyrir notkun tölvu við undirbúning kynferðisbrots gegn barni og fleiri tengd brot, samkvæmt frétt KSTP.
Í samkomulaginu samþykktu ákæruvaldið jafnframt að fara ekki fram á lengri fangelsisdóm en 12 ár. Án samkomulagsins hefði Bergmann getað átt yfir höfði sér allt að 18 ár í fangelsi, samkvæmt frétt KARE. Hún situr nú áfram í St. Croix sýslufangelsinu án möguleika á lausn gegn tryggingu og bíður dómsuppsögu sem ákveðin er 22. desember.
Upphaf málsins
Bergmann var 24 ára þegar hún var handtekin í maí 2024 vegna gruns um óviðeigandi samband við nemanda sinn. Lögreglan var þá kölluð til skólans vegna tilkynningar um háttsemi milli kennara og drengs í 5. bekk.
Málið komst fyrst upp 29. apríl þegar móðir drengsins fann skilaboð í síma hans eftir að hafa heyrt samtal hans við kennarann, samkvæmt ákærugögnum. Drengurinn sagði í yfirheyrslu að hann hefði fengið símanúmer Bergmanns eftir að þau og móðir hans fóru saman á skíði í vetrarfríi, og að þau hefðu síðan átt í daglegum samskiptum.
Við leit í tösku Bergmann fannst mappa með nafni drengsins sem innihélt handskrifuð bréf og miða. Samkvæmt KARE voru alls um 100 miðar, ástarbréf og myndskreytingar á milli þeirra tveggja haldlögð úr kennslustofu hennar.
Í bréfunum lýsti Bergmann meðal annars því að hún væri ástfangin, vildi kyssa drenginn, hann æsti sig upp og að hún væri „heltekin af honum“. Í einu bréfi skrifaði hún jafnframt að hún vissi að hún yrði að „vera hinn fullorðni í þessu“ og stöðva sambandið.
Fjöldi skilaboða og samskipta
Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að Bergmann og drengurinn höfðu skipst á meira en 35 þúsund textaskilaboðum og nokkrum tugum tölvupósta. Í einu skilaboðaskiptanna skrifaði drengurinn: „Haha bro, mig langar bara að kyssa þig,“ og Bergmann svaraði: „Mig líka! Alltaf.“
Drengurinn sagði einnig að þau hefðu kysst hvort annað nokkrum sinnum og rætt um kynferðisleg samskipti. Hann kvaðst hafa upplifað snertingu á milli þeirra þegar önnur börn sáu ekki til.
Viðbrögð skólayfirvalda
Í tilkynningu sem Hudson-skólahverfið sendi foreldrum eftir handtökuna sagði:
„Það er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll að heyra um meint brot kennara skólans sem rýrir það traust sem foreldrar og börn bera til okkar. Við gerum okkur grein fyrir alvarleika málsins og erum skuldbundin til að veita börnum þann stuðning sem þau þurfa.“
Bergmann sagði upp starfi sínu 13. maí 2024.
Komment