Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Kötlu Aðalsteinsdóttur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Í dómnum segir að hún hafi haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 69 kannabisplöntur og hafi um nokkurt skeið fram til þess dags, sem hún var handtekin á, ræktað greindar kannabisplöntur og haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 5.387,95 grömm af maríhúana, sem lögreglumenn fundu við leit í húsnæði hennar. Húsleitin fór fram 14. desember í fyrra.
Katla játaði brot sitt en í dómnum er tekið fram að hún hafi ekki áður sætt refsingu og er það henni til mildunar.
Dómur hennar er skilorðsbundinn til tveggja ára og þá sæti hún upptöku á 69 kannabisplöntum, 5.387,95 grömm af maríhúana, níu gróðurhúsalömpum, þremur lofthreinsitækjum, fjórum ræktunartjöldum, tveimur loftdælum, sextán viftum, þremur áburðarbrúsum og tímastilli.
Komment