
Landspítalinn í FossvogiMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Byggingar.is
Maður sem var í bíl sem fór í sjóinn við Skutulsfjörð fyrir helgi er ekki lengur í lífshættu en Morgunblaðið greinir frá þessu.
„Rannsókn er í fullum gangi og miðar vel,“ sagði Hlynur Snorrason, yfirlögreglumaður hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Maðurinn sem féll í sjóinn er um tvítugt en hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavík á sjúkrahús en upphaflega var hann fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði.
Lögreglan segir að ekki sé tímabært að gefa neitt upp um tildrög þess að bíllinn endaði í sjónum en búið er að hífa bílinn úr sjónum.
Séð yfir Skutulsfjörð
Mynd: Sturlast~iswiki/Wikipedia
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment