Karlmaður á þrítugsaldri hefur dæmdur í sjö mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness.
Hann var ákærður fyrir brot gegn lögum um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum, með því að hafa fimmtudaginn 11. maí 2023 í bíl, að Skemmuvegi 2a í Kópavogi, haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni samtals 300 stykki af stanozolol töflum, 350 stykki af testosteron töflum, 11 stykki af óþekktum sterum, 3 millilítra af nandrolon og 2 millilítra af testosteron, sem lögregla fann við leit í bifreiðinni.
Hann játaði sök í málinu en rauf með háttsemi sinni skilorð. Hann hafði verið dæmdur 20. mars 2023 í fimm mánaða fangelsi skilorðsbundið í tvö ár, fyrir stórfellda líkamsárás.
Eins og áður sagði var dómur hans sjö mánuðir en var ákveðið að dómurinn yrði skilorðsbundinn til eins árs. Þá voru efnin sem hann var tekinn með gerð upptæk og þarf hann að greiða 234.360 króna þóknun skipaðs verjanda síns.
Komment