Olsi Zylyftari hefur verið dæmdur í 60 daga fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness fyrir skjalafals en dómur þess efnis var nýlega birtur.
Hann var ákærður fyrir að hafa framvísað við tollverði og lögreglu í blekkingarskyni, sem sínu eigin nafnskírteini, grunnfölsuðu nafnskírteini, í komusal í Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Gerði hann þetta 18. ágúst 2025.
Olsi mætti ekki við þingfestingu máls þrátt fyrir lögmæta birtingu ákæru og boðaði ekki forföll. Ekki var vitað til þess að hann hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi áður.
Dómur hans er óskilorðsbundinn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment