Leikarinn og leikstjóri Karl Ágúst Úlfsson rifjar upp góða minningu í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum og birtir mynd með.
„Það var nú í den,“ skrifar Karl á Facebook.
„Útvarpsleikritið Fimmtudagskvöld eftir Andrés Indirðason. Þetta var fyrsta leikstjórnarverkefnið sem ég fékk með atvinnufólki,“ heldur leikstjórinn áfram.
„Og hvaða leikara valdi ég til verksins? Jú, þetta er Laddi sem þarna lék í fyrsta sinn í útvarpsleikriti. Hinn á myndinni er Páll Óskar Hjálmtýsson, 13 ára gamall. Fyrsta útvarpsleikritið hans líka - kannski einnig það síðasta, því hann sneri sér að annarri listgrein skömmu síðar. Þrjðja hlutverkið lék svo Edda Heiðrún Backman. Hún var nýútskrifuð og hafði ekki staðið við hljóðnema fyrr. Við vorum sem sagt öll byrjendur og vorum að stíga fyrstu skrefin á þeim ferli sem framundan var.“

Komment