
Í færslu sem Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður Morgunblaðsins og framkvæmdastjóri SUS, birti á föstudaginn sagði hann frá áreiti sem hann varð vitni að í Hagkaup í Skeifunni.
„Gaman að mæta í paradís fjölmenningarinnar í Skeifunni seint á föstudagskvöldi. Hér eru allir verkfræðingarnir og læknarnir sem við fluttum inn síðustu árin í hópum að blístra á hverju einustu konu sem labbar inn og út úr Hagkaup...“ skrifaði blaðamaðurinn á Twitter.
Mannlíf sendi fyrirspurn á Sigurð Reynaldsson, framkvæmdastjóra Hagkaupa, til að spyrja hvort hann kannist við slíkt og ef svo er, hvernig hafi verið tekið á því.
Í svari hans til Mannlífs kemur fram að Sigurður hafi farið yfir málið með starfsfólki í gær en ekkert af hans fólki kannist við uppákomu í Skeifunni af þessu tagi.

Komment