1
Skoðun

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

2
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

3
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

4
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

5
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

6
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

7
Minning

Ragnar Tómasson er látinn

8
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

9
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

10
Innlent

Bíll endaði á húsi í Kópavogi

Til baka

Jón Þór segist ekki muna eftir árásinni á Hafdísi

Ber við minnisleysi vegna áfallastreituröskunar.

Vopnafjörður
VopnafjörðurJón Þór ber við minnisleysi.
Mynd: east.is

Aðalmeðferð hófst í dag í Héraðsdómi Austurlands þar sem Jón Þór Dagbjartsson er ákærður fyrir að hafa reynt að myrða Hafdísi Báru Óskarsdóttur í skemmu á Vopnafirði í október. Hann neitar sök og segist ekki muna atvikið vegna áfallastreitu. Hafdís Bára lýsti langvarandi ofbeldi í sambandinu og sagði hann hafa ráðist að sér með járnkarl og reynt að kyrkja sig.

Sjá einnig: Manndrápstilraun á Vopnafirði – Sagður hafa reynt að stinga fyrrum sambýliskonu á hol með járnkarli

Auk morðtilraunar er Jón Þór ákærður fyrir kynferðislegt áreiti, líkamsárás á annan mann og vörslu ólöglegra skotvopna. Hann heldur því fram að hann og Hafdís hafi haldið sambandi eftir skilnað og sagðist hafa reiðst þegar hann fann þungunarpróf í ruslinu hennar.

Hann lýsti erfiðri fortíð og minningum úr æsku sem hann segir hafa ýfst upp við fjölmiðlaumfjöllun um Hjalteyrarmálið. Hann sagðist hafa misst minnið eftir að Hafdís hótaði að hann fengi ekki að hitta son sinn. Hann viðurkenndi þó að muna brot úr atburðinum og sagðist aldrei hafa ætlað að bana henni.

Hafdís sagði Jón Þór ekki hafa sætt sig við skilnaðinn og lýsti mikilli stjórnsemi, afbrýðisemi og kynferðislegum þrýstingi í sambandinu. Hún sagði Jón hafa verið rólegur þegar hann réðist á hana, hann hafa reynt að stinga sig og síðan þrengt að hálsi hennar, en vinkona hennar kom að og stöðvaði hann.

Vitni staðfestu frásögn Hafdísar og sögðu Jón Þór hafa viðurkennt að hann ætlaði að „kála henni“. Barnaverndarfulltrúi lýsti honum sem reiðum og sjálfhverfum og mat hann mjög hættulegan.

Austurfrétt fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

Bílstjórinn var drukkinn og vímaður
Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið
Myndband
Heimur

Greta Thunberg meðal aðgerðasinna sem Ísraelsher hefur handtekið

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast
Heimur

Samkynhneigð uns „sakleysi“ sannast

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni
Nærmynd
Peningar

Fyrirtækjaráðgjafinn sem flaug að sólinni

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands
Skoðun

Jóhann Dagur Þorleifsson

Eiginkona mín má ekki koma til Íslands

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga
Myndband
Heimur

Flugvél á leið til Spánar nauðlenti vegna flugdólga

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf
Heimur

Faðir neyddi barnaníðing til að grafa sína eigin gröf

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Myndir
Fólk

Höfðingjasetur til sölu á höfuðborgarsvæðinu

Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn
Innlent

Vopnaður bílstjóri í Hafnarfirði handtekinn

Bílstjórinn var drukkinn og vímaður
„Nei, Þorgerður Katrín“
Innlent

„Nei, Þorgerður Katrín“

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu
Innlent

Bragi Páll mærir hugrekki Möggu Stínu

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis
Innlent

Innkalla Kraft og Fadogia agrestis

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla
Innlent

Nemendur fundu lirfur í matnum í Kópavogsskóla

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig
Innlent

Andri Snær rífur blaðamann Morgunblaðsins í sig

Loka auglýsingu