
Það hefur heldur betur gustað um Jón Óttar Ólafsson síðan í apríl á þessu ári en greint var frá því að lögreglumaðurinn fyrrverandi hafi stundað njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson, einn ríkasta mann í sögu Íslands.
Fólkið, sem njósnað var um, átti það sameiginlegt að tengjast hópmálsókn fyrrum hluthafa gamla Landsbankans gegn Björgólfi.
Sagt er Jón Óttar hafi ákveðið að snúa baki við njósnaferlinum eftir að málið komst upp og hefur lagt kókómjólkurmyndavélina á hilluna. Hann hafi þess í stað ákveðið að einbeita sér að skrifum og kvikmyndagerð og á hann að hafa hitt bókaútgefenda í síðustu viku.
Ekki liggur fyrir um hvað spæjarinn er að skrifa um en árið 2012 gaf hann út bókina Hlustað, sem fjallar um lögreglumann sem stundar hleranir ...
Komment