1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Landið

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott

3
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

4
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

5
Fólk

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ

6
Innlent

Karl er fundinn

7
Innlent

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna

8
Heimur

Síðustu skilaboð Jay Slater opinberuð: „Ég mun ekki ná þessu“

9
Fólk

Daníel Alvin og Birta gengin í það heilaga

10
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Til baka

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“

Jón Gnarr
Jón GnarrJón vill breyta nafni Viðreisnar
Mynd: Víkingur

Á landsþingi Viðreisnar, sem fer fram um helgina, hefur Jón Gnarr, þingmaður flokksins, lagt fram breytingartillögu um að nafni Viðreisnar verði breytt eða bætt við það. Tillagan felur í sér að bætt verði við orðunum Frjálslyndir demókratar aftan við nafnið.

„Með þessari viðbót skýrum við enn frekar hvað við stöndum fyrir í pólitík og styrkjum tengslin við alþjóðleg samtök sem við erum hluti af eins og Alliance of Liberals and Democrats for Europe Party (ALDE). Og auðvitað líka við Demókrataflokkinn í Bandaríkjunum,“ skrifar Jón.

Hann segir nafnið Viðreisn ekki sérlega sterkt og vísar til þess að það tengist sögulegum ríkisstjórnum sem fáir hafi áhuga á í dag. „Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai. Það hefur litla tilfinningalega tengingu, sérstaklega hjá ungu fólki,“ segir hann.

Jón bendir jafnframt á að orðið viðreisn lýsi einskiptis gjörningi, ólíkt hugtökum á borð við umbætur. „Ef stóll liggur á gólfinu og ég reisi hann við þá er það viðreisn og stóllinn tilbúinn að gegna hlutverki sínu. Meira verður ekki gert,“ útskýrir hann.

Þá rifjar Jón upp dæmi um nafnabreytingar annarra flokka. Hann telur að Alþýðuflokkurinn hafi gert mistök þegar hann breytti um nafn og merkinu með rósinni, en fagnar því að flokkurinn, Samfylkingin, hafi nú tekið upp heitið Jafnaðarmannaflokkur Íslands og endurvakið rósina.

Að lokum segir Jón að orðið demókrati sé ekki síður íslenskt en önnur erlend hugtök sem fest hafa rætur í málinu. „Mörgum kann að þykja orðið demókrati útlenska. En það eru kapítalismi og sósíalisti líka. Það fallbeygist og hefur fyrir löngu öðlast sess í íslenskri tungu,“ skrifar hann og bendir á að bæði í Bretlandi og Þýskalandi séu slík heiti þýdd á íslensku sem frjálslyndir demókratar og kristilegir demókratar.

Tillagan verður tekin til atkvæðagreiðslu á landsþinginu í dag.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Fer fram tvo daga í nóvember
Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Uggi Þórður Agnarsson látinn
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti
Myndband
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu