1
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

2
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

3
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

4
Fólk

Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús

5
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

6
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

7
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

8
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

9
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

10
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Til baka

Jón Gnarr lætur SFS fá það óþvegið

„Fyrirsláttur og leikaraskapur sem nýtur engrar meðaumkunar og þeim einungis til háðungar.“

Jón Gnarr árið 2025
Jón GnarrJón Gnarr er ekkert að grínast í þetta skiptið.
Mynd: Alþingi

Auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hefur farið ofan í fjölmarga íslendinga en margir þeirra hafa lýst yfir óánægju sinni með þær. Ber þar helst að nefna Pálma Gestsson leikara, sem birti sína útgáfu af auglýsingu um sjávarútveginn, og Bubba Morthens sem gaf samtökunum hálfgert rothögg með Facebook-færslu. Þá hefur Ragnar Bragason kvikmyndagerðamaður einnig gagnrýnt auglýsingarnar harðlega. Og nú er það Jón Gnarr sem tekur af sér grínhanskana og lætur höggin dynja á SFS.

„Auglýsingar ná því stundum að verða listrænar táknmyndir fyrir dekadent firringu í samfélaginu. Auglýsing Orkuveitunnar “Svona viljum við hafa það,” frá 2006 er þekkt dæmi um það. Náði meira að segja í Skaupið. Ég held að þessi nýjasta auglýsing SFS sé slík táknmynd. Ákveðinn hápunktur í herferð útgerðarinnar gegn leiðréttingu veiðigjaldanna.“ Þannig hefst færsla Jóns Gnarr á Facebook en færslan hefur vakið gríðarleg viðbrögð en hátt í þúsund manns hafa líkað við hana og á þriðja tug hafa endurdeilt henni á Facebook. Segir Jón að auglýsingin, sem um ræðir, sé mjög vel gerð en að handritið sé lélegt.

„Auglýsingin er mjög fagmannlega gerð. Handritið er að vísu ekki gott en auglýsingin skartar útlenskum leikara, Jon Øigarden, sem svo kaldhæðnislega vill til að lék einn af fégráðugu drullusokkunum í Norsku þáttunum Exit.“

Jón gerir því næst lítið úr „áróðri“ sægreifanna og kallar staðhæfingar þeirra „fyrirslátt“ og „leikaraskap“.

„Allur þessi áróður er framleiddur af fólki sem finnst svo þrengt að sér og rekstri sínum, sem sé nú þegar í járnum. Samt er hreinn rekstrarhagnaður þeirra 93 milljarðar (Níutíu og þrjú þúsund milljónir) og fellur aðeins í 84, sem er circa það sem þessi leiðrétting felur í sér. Þau vilja halda því fram að þessar eðlilegu og sanngjörnu aðgerðir séu hrein aðför að þeim og muni jafnvel kippa fótunum undan rekstri þeirra, leggja atvinnuveginn í rúst og tortíma blómlegum sjávarþorpum útum landið.

Þetta er bara einfaldlega ekki rétt og það er Íslensku þjóðinni augljóst að þetta er einungis fyrirsláttur og leikaraskapur sem nýtur engrar meðaumkunar og þeim einungis til háðungar.“

Að lokum bendir Jón á að betra væri að einblína á raunveruleg vandamál, á borð við „langtímabæra þjónustu við börn og ungmenni í vanda“.

„Með atvinnuvegunum okkar þá fjármögnum við innviði samfélagsins; heilbrigðiskerfi, menntun, öldrunarþjónustu, samgöngur, löggæslu osfrv.

Fiskurinn í sjónum er ein af grunnstoðum samfélags okkar. Hann er eign okkar allra og við þjóðin eigum skýlausan rétt á að fá sanngjarnan hluta af þeirri köku

Í stað þess að eyða tíma og peningum í þessa drýldnislegu sérhagsmunagæslu þá ættum við frekar að byggja upp eitthvað sem skiptir raunverulegu máli, einsog til dæmis langtímabæra þjónustu við börn og ungmenni í vanda. Þar ríkir alvöru neyðarástand.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE
Myndband
Sport

Fyrrum leikmaður Aftureldingar segir skilið við WWE

Spilaði 30 leiki á Íslandi
Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús
Myndir
Fólk

Illa gengur hjá fyrrum Ungfrú Ísland að selja Sigvaldahús

Seðlabankastjóri undir smásjá yfirvalda
Innlent

Seðlabankastjóri undir smásjá yfirvalda

Ökufantur ók niður fjölda skilta
Innlent

Ökufantur ók niður fjölda skilta

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Myndir
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu