
Jón Gnarr segir frá bráðfyndnum draumi sínum í nýrri Facebook-færslu. Segist þingmaðurinn grínaktugi ekki vera vanur að segja frá draumum sínum en gerir það í þetta skiptið.
Í drauminum var hann staddur á óþekktum stað í Evrópu ásamt íslenskum og færeyskum þingmönnum. Var hópurinn í borgarrölti þegar Færeyingur bendir allt í einu til himins og segir Jóni og félögum að þar fari færeyskur furðufugl. Sést þá fugl fljúga yfir þau með lak yfir sig, eins og hann væri að leika draug.
Færsluna skondnu má lesa hér fyrir neðan:
„Ég er ekki vanur að segja fólki frá draumum mínum en í nótt dreymdi mig að ég væri staddur einhvers staðar í Evrópu með hópi af þingmönnum frá Íslandi og Færeyjum. Við vorum að ganga um götur einhverrar borgar þegar Færeyingurinn benti skyndilega upp til himins og sagði hátt:
-Hei sjáiði, Færeyskur furðufugl !!
Við horfðum upp og sáum þá fugl fljúga með hvítt lak yfir sér einsog hann væri að þykjast vera draugur.
Góður draumur maður.“
Komment