1
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

2
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

3
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

4
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

5
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

6
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

7
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

8
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

9
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

10
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Til baka

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál

„Það þætti ykkur nú gaman! að fá að djöflast aðeins í ræflinum mér.“

stefan-jongnarr
Stefán E. og Jón GnarrStefán segir aðeins hafa verið að gantast.
Mynd: Samsett

Jón Gnarr afþakkaði boð Stefáns E. Stefánssonar um að mæta Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur í Spursmálum. Stefán sagðist þó hafa verið að grínast.

Mannlíf sagði frá Facebook-færslu þingmannsins Jóns Gnarr á dögunum en þar benti hann á að Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdarstjóri SFS, hafi mætt í viðtal um veiðigjaldið hjá Vísi en hún er einnig stjórnarmeðlimur Sýnar, sem á Vísi. Í kjölfar færslunnar brugðust sumir ókvæða við í athugasemdum, þar á meðal Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sem sakaði Jón um aðför að lýðræðinu, með færslu sinni.

Blaðamaðurinn og siðfræðingurinn Stefán E. Stefánsson, sem hefur verið í vandræðum með að finna viðmælendur í þátt sinn Spursmál á mbl.is, að undanförnu, skrifaði einnig athugasemd og bíður Jón í þáttinn:

„Jæja Jón Gnarr. Nú er ekki annað að gera en að mæta Heiðrúnu Lind í Spursmálum. Hvorugt ykkar situr í stjórn Árvakurs þótt þar væruð þið efalaust þyngdar ykkar virði í gulli.“

Stefán bætti síðan við athugasemd: „Jón Gnarr sæki þig í Paulsen, Skeifunni 2 kl 8:00 á fimmtudagsmorgun.“

Jón Gnarr svaraði Stefáni að bragði en hann var hreint ekki á því að þiggja boð siðfræðingsins.

„Það þætti ykkur nú gaman! að fá að djöflast aðeins í ræflinum mér. Hún gæti hrifið mig með talnaspeki sinni og þú tekið undir, milli þess sem þú sakaðir mig um aðför gegn lýðræði. Svo gætir þú spilað einhvern gamlan skets með mér. Ég ætla því að fá að afþakka þetta góða en samt fyrirsjáanlega boð. Fáðu frekar einhvern sem er með eitthvað bitastætt og bragðgott til að troða uppí þig. Nolite te bastardes carborundorum.“

Gervilatínan sem Jón skrifaði í lok svarsins merkir í lauslegri þýðingu „Láttu ekki óþokkana mala þig niður“ og er þekkt úr skáldsögunni The Handmaid’s Tale eftir Margaret Atwood, þar sem hún birtist sem leynilegt mótstöðuslagorð. Hún hefur orðið vinsæl sem hvatningarorð gegn kúgun og óréttlæti, þrátt fyrir að vera málfræðilega röng latína.

Stefán svaraði Jóni og sagðist bara hafa verið að grínast.

„Ég var nú bara að grínast líka. Myndi ekki nenna að ræða kvótakerfið við þig. Okkar slóðir liggja saman annarsstaðar. En, hvar er þitt fólk, sem allt þykist vita um þessi mál? Af hverju þora þeir miklu meistarar ekki að rökræða þessi mál?

Varla geta rökin verið þau að ég sé ómálefnalegur. Ef svo væri, væri sigur þeirra í kappræðunum vís. Ekki satt?“

Enn bíður siðfræðingurinn eftir svari frá Gnarr.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða
Innlent

Eldri maður lést í banaslysi við Vatnagarða

Orsök slyssins eru ekki ljós að svo stöddu
Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana
Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir tæp 12 grömm af maríhúana

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni
Innlent

Matvælastofnun varar við fæðubótarefni

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði
Innlent

Tæplega 700 án vinnu í meira en 18 mánuði

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur
Innlent

Gæsluvarðhald yfir leikskólastarfsmanninum framlengt enn og aftur

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni
Myndir
Fólk

Endaraðhús á Seltjarnarnesi með stórfenglegu útsýni

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns
Innlent

Eva lýsir alvarlegu slysi hjólreiðamanns

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir
Landið

Auto ehf. skuldar 16 milljónir í dagsektir

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu
Fólk

Dagur fagnar ástinni með rómantískri færslu

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn
Pólitík

Jón Gnarr leggur til nafnabreytingu á Viðreisn

„Viðreisn er því frekar hlutlaust nafn. Kannski eins og Hyundai“
„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“
Pólitík

„Þessi samningur hefur mikla þýðingu fyrir hagsmuni okkar“

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn
Pólitík

Flytur ávarp hjá samtökum sem sæta rannsókn

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma
Pólitík

Alexandra segir antifa ekki vera samtök heldur andstaða við fasisma

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump
Pólitík

Hannes Hólmsteinn tekur upp hanskann fyrir Trump

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta
Pólitík

Jón Gnarr biðlar til Höllu forseta

Loka auglýsingu