1
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

2
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

3
Minning

Stefán Þórðarson er látinn

4
Heimur

Telur Trump hafa fengið heilablóðfall

5
Heimur

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar

6
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

7
Heimur

Ísraelskir varaliðar neita að berjast í Gaza-borg

8
Innlent

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“

9
Skoðun

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur

10
Innlent

Gríni tekið af mikilli alvöru fyrir utan skemmtistað

Til baka

Játa að vera drullusokkar

Frændurnir Bergur og Sebastian eru á hraðri uppleið

Drullusokkarnir
Bergur og Sebastian eru DrullusokkarnirSegja nafnið eiga rétt á sér
Mynd: Víkingur

Hljómsveitin Drullusokkarnir hefur verið á hraði uppleið síðan þeir gáfu út lagið Pabbapeningar árið 2022 en frændurnir Bergur Davíð Eiríksson og Sebastian Óli Siggeirsson skipa sveitina. Rappararnir gáfu út plötu í ágúst og ræddi Mannlíf við Berg Davíð í tilefni þess.

„Hún er mjög góð,“ sagði Bergur þegar hann var spurður út hvernig tilfinning það væri að platan væri komin út en hann semur tónlistina fyrir sveitina og hljóðblandar. „Það var svo mikil vinna sem fór í þetta þannig að þetta er ákveðinn léttir.“

Frændurnir settu hljómsveitina tímabundið í hlé meðan Bergur hélt til Japans í nám. Hann segir að Japan hafi ekki veitt honum mikinn innblástur, tónlistarlega séð.

„Ég er ekkert voðalega hrifinn af asískri tónlist, tónlistarmenningin þar er svo mikið keyrð áfram af fyrirtækjum. Ég kynntist einhverju K-pop bandi þarna úti og það fer allt í gegnum fyrirtæki. Þeir eru í raun ekkert að semja þetta sjálfir,“ sagði Bergur.

Drullusokkarnir
Bergur mundar spreybrúsann
Mynd: Víkingur

Hljómsveitin hefur verið dugleg að koma fram síðustu mánuði og spiluðu á fimm tónleikum síðustu helgi, meðal annars á hátíðinni Í túninu heima.

„Stærsta dæmið var eiginlega ball sem Bólið var að halda,“ en það er félagsmiðstöð í Mosfellsbæ „Ég myndi segja að þetta hafi verið alveg 150 til 200 manns. Það var alveg pakkað og langflestir kunnu Pabbapeningar og Kvennagull,“ sagði Bergur en hann býr sjálfur í Mosfellsbæ en Sebastian í Garði.

„Sebastian er alveg voðalega lengi að keyra til mín. Kemur yfirleitt um helgar og er kallaður fóstursonurinn af foreldrum mínum.“

Nafn sveitarinnar kemur einmitt frá fjölskyldu þeirra og að eigin sögn er það alveg réttlætanlegt.

„Við erum algjörir drullusokkar,“ sagði Bergur hlæjandi. „Við erum alltaf að lenda í vandræðum og eitthvað að prakkarast. Það er aðeins minna núna, maður kemst ekki upp með jafn mikið. Við vorum mikið að gera dyraöt og símaöt. Það er fullt af fólki og fyrirtækjum sem kannast við raddirnar okkar. Okkur hefur verið hótað lögreglu nokkuð oft.“

Drullusokkarnir
Þeir eru algjörir prakkarar að eigin sögn
Mynd: Víkingur

Bergur segir þá frændur nokkuð stórhuga þegar kemur að næstu mánuðum.

„Við erum að pæla í að taka svona góðgerðarmánuð, sem við munum auglýsa á TikTok, og fá fólk til að velja góðgerðarsamtök. Svo ætlum við að reyna „gigga“ eins mikið og við getum og allur peningurinn fer í góðgerðarsamtökin sem fólkið valdi,“ og segir Bergur að almenningur sé að taka nokkuð vel í þá og plötuna.

Drullusokkarnir
Sebastian þarf að keyra alla leið úr Garði á tónleika
Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Eldri borgari prettaður
Innlent

Eldri borgari prettaður

Svikari þóttist vera starfsmaður Microsoft
Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar
Heimur

Óvenjuleg bunga undir jakkafötum Trump vekur spurningar

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn
Innlent

Margrét Löf sögð hafa margbrotið föður sinn

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar
Fólk

Faðir Línu Birgittu mætti í lögreglufylgd í fermingu hennar

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð
Innlent

Sjómannafélag Eyjafjarðar telur Ísrael stunda þjóðarmorð

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“
Innlent

„Biskup Þjóðkirkjunnar setur Kastljósþáttinn í samhengi við sjálfsvíg“

Stefán Þórðarson er látinn
Minning

Stefán Þórðarson er látinn

Kristrún hittir Zelenskyy í dag
Pólitík

Kristrún hittir Zelenskyy í dag

Gríni tekið af mikilli alvöru fyrir utan skemmtistað
Innlent

Gríni tekið af mikilli alvöru fyrir utan skemmtistað

Belgar viðurkenna sjálfstæði Palestínu
Heimur

Belgar viðurkenna sjálfstæði Palestínu

Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“
Menning

Karl Ágúst semur ljóð um „Miðfótarflokkinn“

Slær rækilega í gegn á Facebook
Játa að vera drullusokkar
Myndir
Menning

Játa að vera drullusokkar

„Með því að vefur RÚV er ekki prófarkalesinn eru brotin lög“
Menning

„Með því að vefur RÚV er ekki prófarkalesinn eru brotin lög“

„BKPM er bara sveittasta og heitasta hljómsveitin á landinu“
Menning

„BKPM er bara sveittasta og heitasta hljómsveitin á landinu“

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

Loka auglýsingu