
Skelfilegt atvik átti sér stað á krá í Kaliforníu í lok febrúar en þá réðst hinn 21 árs gamli Owen Hayes á 84 ára gamlan mann að sögn vitna.
Í myndbandi sem náðist af árásinni sést gamli maðurinn vera rífast við viðskiptavin barsins þar til að annar einstaklingur stígur inn í skilur þá að. Í kjölfarið sést maður hlaupa aftan að gamla manninum og slá hann niður. Rotaðist hann við höggið en að sögn fjölmiðla slasaðist hann ekki alvarlega.
Samkvæmt starfsmönnum barsins er þolandinn fastagestur á staðnum og árásin hafi verið tilefnislaus með öllu. Eftir að árásina myndaðist mikil ringulreið á staðnum. Hayes gaf sig síðar fram við lögregluna í Santa Clarita og var í kjölfarið færður í varðhald.
Hayes spilar hafnarbolta fyrir The Master’s University í Santa Clarita en skólinn hefur ekki viljað tjá sig um málið hingað til.
Komment