Það eru miklir íþróttaáhugamenn sem búa við Nesveg 62 í Vesturbænum en húsið hefur verið sett á sölu, sem er sannkölluð draumaeign.
Húsið stendur á stórri lóð og er staðsett í rólegu og fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í skóla og alla helstu þjónustu. Nálægðin við sjóinn, gönguleiðir og græn svæði gerir Nesveg 62 að indælum stað í hjarta Reykjavíkur. Fimm svefnherbergi eru í húsinu, sem er 210.5m² á stærð.
Falleg verönd við húsið og stór garður með palli og heitum potti í garðinum auk körfuboltavallar.
Eigendurnir vilja ekki gefa upp fast verð og óska eftir tilboðið í húsið.










Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment