1
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

2
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

3
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

4
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

5
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

6
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

7
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Til baka

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

„Glæpur gegn mannkyninu“, segir ísraelskur mannréttindalögmaður

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels og Benjamin Netanyahu
Netanyahu og KatzÍsraelar ætla sér að reka Gaza-búa af landi sínu.
Mynd: Menahem KAHANA / AFP

Varnarmálaráðherra Ísraels, Israel Katz, hefur kynnt áætlun um að flytja alla Palestínumenn á Gaza inn í fangabúðir á rústum borgarinnar Rafah, áætlun sem fræðimenn og lögfræðingar hafa lýst sem grundvallaráætlun um glæpi gegn mannkyni.

Samkvæmt frétt Haaretz hefur Katz fyrirskipað ísraelska hernum að undirbúa stofnun svonefndrar „mannúðarborgar“ á rústum Rafah. Þar á að koma fyrir Palestínumönnum eftir að þeir hafa gengist undir „öryggisskimun“, og verður þeim bannað að yfirgefa svæðið.

Ísraelskar hersveitir munu stjórna ytri mörkum fangabúðanna. Í fyrstu á að „flytja“ um 600.000 Palestínumenn þangað, aðallega fólk sem nú þegar er á vergangi á svæðinu al-Mawasi. Að endingu á öllum íbúum Gasa að vera komið fyrir þar, og Ísrael hyggst þá hrinda í framkvæmd því sem Katz kallaði „flutningsáætlunina“, sem „mun verða að veruleika“, að sögn Haaretz.

Þessi yfirlýsing kemur í kjölfar þess að Donald Trump hvatti í ársbyrjun til að „hreinsa“ Gaza-svæðið með því að láta stóran hluta Palestínumanna yfirgefa svæðið. Ísraelskir ráðherrar, þar á meðal forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu, hafa síðar tekið undir hugmyndina og talað um hana sem „bandarískt verkefni“.

„Glæpur gegn mannkyni“

Michael Sfard, einn virtasti mannréttindalögfræðingur Ísraels, segir að áætlun Katz brjóti alþjóðalög. Hún stangist einnig beint á við yfirlýsingu sem kom frá skrifstofu hershöfðingja Ísraels sama dag, þar sem fullyrt var að fólk væri aðeins flutt innan Gaza til eigin verndar.

„Katz lagði fram framkvæmdaáætlun fyrir glæp gegn mannkyni. Þetta er ekkert minna en það,“ sagði Sfard. „Hér er verið að undirbúa fólksflutninga suður á enda Gaza, með það að markmiði að koma fólki endanlega út af svæðinu.“

Hann bætti við að þó yfirvöld köllu þetta „sjálfviljuga brottflutninga“, þá séu Palestínumenn í Gasa beittir þvílíkum þvingunum að það sé rangt að tala um frjálsa ákvörðun.

„Að reka fólk úr heimalandi sínu í stríði er stríðsglæpur. Ef það er gert í miklu mæli eins og hér er lagt upp með, verður það að glæp gegn mannkyni.“

Leita að ríkjum til að „taka við“ Palestínumönnum.

Áætlun Katz var kynnt stuttu áður en Netanyahu kom til Washington til fundar við Donald Trump, þar sem hann stendur frammi fyrir þrýstingi um að samþykkja vopnahlé eftir 21 mánaða stríð.

Varnarmálaráðherrann sagði að vinna við svokallaða „mannúðarborg“ gæti hafist á meðan vopnahlé væri í gildi. Netanyahu bætti við að Ísrael leitaði að ríkjum sem væru tilbúin að „taka við“ Palestínumönnum.

Í gær sagði Netanyahu í Hvíta húsinu að Bandaríkin og Ísrael ynnu með öðrum ríkjum að því að skapa „betri framtíð“ fyrir Palestínumenn:

„Ef fólk vill vera áfram, þá getur það það. En ef það vill fara, þá á það að geta farið,“ sagði hann, rétt áður en hann borðaði kvöldverð með Trump.

Ráðherrar í Ísrael, eins og fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich, hafa einnig talað fyrir nýlendusvæðum Ísraels á Gaza.

Samkvæmt frétt Reuters hafði áætlun um byggingu svokallaðra „mannúðlegra flutningasvæða“, bæði innan og utan Gaza, verið kynnt fyrir ríkisstjórn Trump og rædd í Hvíta húsinu. Áætlaður kostnaður væri 2 milljarðar dollara, undir merkjum samtakanna Gaza Humanitarian Foundation (GHF). GHF neitar þó að hafa lagt fram slíka áætlun og sagði að glærur sem Reuters hafði undir höndum væru ekki skjöl frá þeim.

„Ekki borg, heldur útilegur fyrir fólk á vergangi“

Lögmaðurinn Sfard hefur áður tekið að sér að verja þrjá varaliða sem kærðu fyrirskipanir hersins um að „safna saman“ og „flytja“ alla borgara Gaza, og krefjast þess að slík fyrirmæli verði felld úr gildi. Í svarbréfi við kærunni sagði herforingjastjórnin að það væri ekki markmið að flytja Palestínumenn úr Gaza né að þröngva þeim saman á eitt svæði.

Þessi fullyrðing stangast beint á við orð Katz, segir sagnfræðingurinn Amos Goldberg, sérfræðingur í helförinni við Hebreska háskólann í Jerúsalem.

„Varnarmálaráðherrann lagði fram skýra áætlun um þjóðarhreinsun á Gaza, og stofnun einhvers konar fangabúða eða flutningabúða fyrir Palestínumenn áður en þeim verður vísað úr landi.“

„Þetta er hvorki mannúðlegt né borg,“ bætti hann við.

„Borg er staður þar sem fólk getur unnið, aflað sér tekna, myndað tengsl og notið frelsis. Þar eru sjúkrahús, skólar, háskólar og skrifstofur. Það er ekki það sem Ísraelar hyggjast byggja.“

Goldberg spurði jafnframt hvað myndi gerast ef Palestínumenn neita að hlýða fyrirskipunum um að flytja inn í nýju búðirnar:

„Hvað gerist ef Palestínumenn hafna þessari „lausn“ og rísa upp? Því þeir eru ekki fullkomlega hjálparlausir.“

The Guardian fjallaði um málið.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

„Þetta verður stór pakki með nýjum aðgerðum“ sagði forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag, en hún vill loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

GDRN með Kristmund Axel á heilanum
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

Kærasti móður hennar framkvæmdi aðgerðina
Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Grunnskólakennari gripinn með kókaín
Heimur

Grunnskólakennari gripinn með kókaín

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg
Heimur

Ítalía sendir herskip til hjálpar flota Gretu Thunberg

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega
Heimur

Áhöfn skemmtisnekkju hélt froðupartýinu áfram þrátt fyrir andlát farþega

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

Loka auglýsingu