1
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

2
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

3
Peningar

Mjölnir blæðir milljónum

4
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

5
Minning

Uggi Þórður Agnarsson látinn

6
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

7
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

8
Innlent

Lagði bílnum á vatnsskúlptúr í Hafnarstræti

9
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

10
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Til baka

Ísraelar hyggjast beita Gretu Thunberg meiri hörku

„Eftir nokkrar vikur hér … þá munu þau iðrast þess að hafa komið“

Greta Thunberg
Greta ThunbergGreta ræddi við fjölmiðla í Barcelona áður en hún lagði af stað til Gaza
Mynd: LLUIS GENE / AFP

Stjórnvöld í Ísrael eru að leggja drög að áætlunum um að setja sænsku aðgerðasinnann Gretu Thunberg í fangelsi við „hryðjuverkamannaaðstæður“ eftir að hún gekk til liðs við stærsta skipaflota sem hingað til hefur siglt til Gaza en um fjörutíu skip stefna þangað nú.

Thunberg hélt frá Barcelona í gær ásamt öðrum aðgerðasinnum í því sem skipuleggjendur kalla „stærstu samstöðuaðgerð í sögunni“, þar sem hjálpargögn eru flutt til Gaza.

Samkvæmt dagblaðinu Israel Hayom hyggst Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels, leggja fyrir Benjamin Netanyahu forsætisráðherra áætlun sem felur í sér að aðgerðasinnar verði vistaðir við mjög strangar aðstæður í gæsluvarðhaldi, sambærilegar við meðferð á hryðjuverkamönnum. Skip flotans yrðu jafnframt gerð upptæk og nýtt til að byggja upp „sjóher fyrir lögregluaðgerðir“.

„Eftir nokkrar vikur hér… þá munu þau iðrast þess að hafa komið,“ sögðu heimildir blaðsins. „Við verðum að taka frá þeim löngunina til að gera aðra tilraun.“

Með Thunberg um borð eru meðal annarra breski leikarinn Liam Cunningham, þekktur úr Game of Thrones, og Ada Colau, fyrrverandi borgarstjóri Barcelona. Aðgerðasinnarnir segja markmið sitt vera að „flytja mannúðaraðstoð, brjóta ólöglegt umsátur Ísraels um Gaza og opna mannúðarleið fyrir almenning“.

Hluti hjálpargagnanna var hlaðinn um borð í skip sem héldu frá Genúa á sunnudag, en annað verður flutt til Sikileyjar, þar sem frekari skip munu halda til Gaza á fimmtudag. Í næstu viku munu þau sameinast öðrum skipum sem leggja af stað frá Túnis og fleiri Miðjarðarhafshöfnum þann 4. september, sem hluti af Global Sumud Flotilla.

„Þetta verkefni er hluti af alþjóðlegri reisn fólks … þegar stjórnvöld okkar bregðast, þá stígur fólkið inn í þeirra stað. Við getum ekki samþykkt þær ógnir og þá samsekt sem nú á sér stað í þjóðarmorðinu á Gaza,“ sagði Thunberg við stuðningsmenn sína í Barcelona áður en lagt var af stað.

Hún hafnaði jafnframt ásökunum um gyðingahatur:

„Það er ekki and-gyðinglegt að segja að við ættum ekki að sprengja fólk, að enginn eigi að búa undir hernámi, að allir eigi rétt á frelsi og mannlegri reisn, sama hver þú ert,“ sagði hún.

Hin áformuðu hörðu viðbrögð stjórnvalda koma aðeins nokkrum mánuðum eftir að Thunberg og aðrir aðgerðasinnar voru handteknir í öðrum skipaflota þegar þeir sigldu í átt að Palestínu. Í júní var hún, ásamt 11 öðrum, stöðvuð af ísraelska sjóhernum um 185 kílómetrum vestur af Gaza og flutt til Ashdod.

Ísraelska utanríkisráðuneytið fordæmdi þá aðgerð og kallaði hana „athyglissjúka“, áður en Thunberg var send aftur til Parísar.

Þjóðarmorð Ísraels stendur enn yfir og hófst eftir árás Hamas og bandamanna þeirra 7. október 2023, þegar rúmlega 1.200 manns voru drepnir og 251 tekinn í gíslingu. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza hafa að minnsta kosti 63.000 manns verið drepnir í hernaðaraðgerðum Ísraels, flestir óbreyttir borgarar. Svæðið stendur á barmi algjörs mannúðarhruns.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári
Peningar

Mikið tap hjá Svövu í Sautján á síðasta ári

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra
Fólk

Blómin á þakinu er uppáhalds barnabók forsætisráðherra

Eldamennska fór úr böndunum
Innlent

Eldamennska fór úr böndunum

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá
Innlent

Morðmál Margrétar Löf sett á dagskrá

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael
Sport

Sérfræðingar SÞ hvetja FIFA til að banna Ísrael

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Troðfullt í strætó
Myndir
Innlent

Troðfullt í strætó

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu
Fólk

Bjarni Ben opnar sig um sína helstu ástríðu

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá
Minning

Séra Yrsa Þórðardóttir er fallin frá

Lögreglan varar við Skattsvikurum
Innlent

Lögreglan varar við Skattsvikurum

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir
Myndir
Fólk

Verðlaunahús til sölu á 380 milljónir

Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza
Myndband
Heimur

Drónaárásir gerðar á fjölda hjálparbáta á leið til Gaza

„Við erum að upplifa þessar sálfræðilegu aðgerðir beint, hér og nú, en við látum ekki hræða okkur“
Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu
Heimur

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny
Heimur

Blaðamenn nefna leyniþjónustumennina á bakvið dauða Navalny

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum
Heimur

Dæmdur fyrir að áreita 46 börn á Kanaríeyjum

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás
Heimur

Stærsta heilbrigðisstofnun Gaza-borgar eyðilögð í sprengjuárás

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“
Heimur

Flugvallaflygindin„alvarlegasta árás á mikilvæga innviði Danmerkur hingað til“

Loka auglýsingu