
Dreifimiðum var dreift til íbúa Gaza í gær þar sem fólk er hvatt til að koma upplýsingum til Ísraela gegn borgun. Þar kemur einnig fram að áætlun Donalds Trump um ríveríu á Gaza-ströndinni verði brátt framfylgt.
Palestínski verðlaunarithöfundurinn, skáldið og fræðimaðurinn Mosab Abu Toha birti í gær ljósmynd á Facebook af dreifibréfi sem dreift var til Gaza-búa í gær. Dreifimiðarnir fela í sér úrslitakosti þar sem segir að nú sé síðasta tækifærið fyrir fólk að láta Ísraelum upplýsingar í té fyrir peningaþóknun, áður en Gaza verður þurrkað af heimskortinu.

Mosab Abu Toha, býr á Gaza en hann er margverðlaunaður rithöfundur og skáld og hefur skrifað pistla frá Gaza fyrir fjölmiðla á borð við New York Times og The New Yorker. Í færslu sinni í gær skrifaði hann eftirfarandi texta:
„Nýir dreifimiðum var dreift í kvöld. Í þeim kemur eftirfarandi fram:
Til íbúa Gaza, eftir það sem hefur gerst og lok tímabundins vopnahlés, og áður en við hefjum hina þvinguðu áætlun Trumps, sem við munum fylgja eftir hvort sem ykkur líkar það eða ekki, þá er þetta síðasta kallið til hvers sem er sem gæti deilt upplýsingum með okkur gegn fjárhagslegum stuðningi…
Hugsið ykkur þetta vel. Heimskortið mun ekki breytast þó að íbúar Gaza hverfi. Enginn mun taka eftir ykkur. Enginn mun spyrja um ykkur…
Hvorki Bandaríkin né Evrópa hafa áhuga á Gaza. Jafnvel ekki Arabaríkin. Þau eru bandamenn okkar. Þau veita okkur peninga, olíu og vopn. Þau senda ykkur aðeins líkklæði. Leiknum mun brátt ljúka.“
Komment