
41 mál skráð af lögregluÞrír gistu fangaklefa í nótt.
Mynd: Garðabær
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um þjófnað í verslun í Laugardalnum og var málið afgreitt á vettvangi að sögn lögreglu.
Ökumaður var stöðvaður í akstri. Við athugun kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus og var málið afgreitt með sekt.
Tilkynnt var um innbrot og þjófnað úr verslun í Garðabæ en gerandinn er ókunnur að sögn lögreglu.
Tilkynnt var um hótanir í Hafnarfirði, reyksprengju kastað inn á pall og er einn aðili grunaður
Þá sagði lögreglan að brotist hafi verið inn í hús í Breiðholti en gerandinn var ókunnur.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment