
Inga Lind er fremur ósátt við fyrirtækið Arctic Fish og segir að klóakrennsli renni óhindrað í Dýrafjörð.
Hún færir í tal að „klóakrennslið sem rennur óhindrað í Dýrafjörð frá sjókvíum Arctic Fish er 307 sinnum meira en frá þeim 261 manns sem búa á Þingeyri við fjörðinn.“
Hún segir að „fyrir þetta fengu Þingeyringar níu störf í þorpinu“ og bætir því við að „eftir tíðindi helgarinnar af brottflutningi þessara starfa sitja Dýrfirðingar uppi með mengunina og ekkert annað. Æðislegt alveg.“
Inga lind vísar í grein sem Jón Kaldal ritaði um þetta mál og þar segir til að mynda á einum stað:
„Engin starfsemi á landi kemst upp með að senda óhreinsað skólp frá sér beint út í umhverfið og sveitarfélög um allt land innheimta há gjöld af íbúum sínum til að standa straum af tugmilljarða kostnaði við að bæta frárennslismál frá byggð,“ og greinilegt að bæði Ingu Lind og Jóni Kaldal er afar umhugað um velferð fólks og líf þess á Vestfjörðum.
Í áðurnefndri grein Jóns Kaldals segir einnig að „ástæðan fyrir þessu furðulega ástandi er að um sjókvíeldi gilda sérlög sem undanskilja það frá lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og reglugerð um fráveitur og skólp, sem allir aðrir þurfa að fara eftir“ og að lokum segir hann að „fyrir vikið fá Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish og önnur sjókvíeldisfyrirtæki að senda umhverfinu og lífríkinu reikninginn fyrir þeirri gríðarlegu mengun sem verður til við starfsemina. Er sú niðurgreiðsluleið ekki í boði fyrir aðra atvinnustarfsemi. Pilsfaldakapitalistarnir eru víða.“
Komment