
Leikkonan ástsæla, Guðrún S. Gísladóttir á sér tvífara handan Atlantshafsins, samkvæmt eiginmanni hennar, Illuga Jökulssonar, fjölmiðlamanns.
Illugi er með skemmtilegri pennum á Facebook og vekja færslur hans oftar en ekki mikla athygli, hvort sem hann er að skrifa örsögur, skrifa pólitíska pistla eða hvað það nú er. Í nýrri færslu birtir hann gamla ljósmynd sem við fyrstu sín virðist vera af eiginkonu hans, Guðrúnu en svo er þó ekki. Segir Illugi að jafnvel eiginkonan hafi haldið að myndin væri af henni. Illugi ritaði:
„Nú hef ég í 35 ár eða svo staðið í þeirri sælutrú að konan mín væri algerlega einstök í sinni röð, en uppgötva þá að allan tímann hefur vestur í hinum víðlendu Bandaríkjum verið til önnur alveg eins. Svo er að minnsta kosti að sjá að á þessari ljósmynd sem kona ein sendi mér og rakst á á útlenskri ljósmyndasíðu. Meira að segja Gunna sjálf hélt að þetta væri mynd af sér og fór að reyna að rifja upp í hvaða leikriti hún hefði verið leika á myndinni.“
Hér má svo sjá hina ótrúlegu ljósmynd af tvífara Guðrúnar:

Komment