Það er ekki oft sem hægt að kaupa lúxushús í Laugardalnum sem fyrrverandi Ungfrú Íslands á en það er hægt núna því Kristín Bernharðsdóttir og Sigurður Baldursson, eiginmaður hennar, eru að reyna selja stórkostlegt Sigvaldahús sitt á besta stað í hverfinu.
Athygli vekur að húsið hefur verið á sölu í rúmt ár, þó með hléum.
Kristín var kjörin Ungfrú Íslands árið 1979 og giftist Sigurði síðar á lífsleiðinni. Eiga þau saman þrjú börn.
Í húsinu eru fjögur svefnherbergi, fataherbergi, gestasalerni, tvö baðherbergi, stofa, borðstofa, eldhús, sjónvarpsstofa, skrifstofa, líkamsræktarherbergi, þvottaherbergi og geymslur. Í fasteignaauglýsingunni er sagt að húsið sé skráð 380 fm að stærð.
Hjónin tilgreina ekkert verð og óska eftir tilboðum í húsið.










Komment