1
Menning

Barnaveiki í Stykkishólmi

2
Heimur

Grunnskólakennari gripinn með kókaín

3
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

4
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

5
Minning

Birna Óladóttir er látin

6
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

7
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

8
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

9
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

10
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Til baka

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

„Þau eru fram­tíðin – en fá ekki að njóta nú­tímans“ segir fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks, Sigurður Kári

Sigurður Kári
Sigurður KáriVill að börn og ungt fólk fái að njóta sín í lífinu

„Þau eru fram­tíðin – en fá ekki að njóta nú­tímans“ segir fyrrum nemandi Verzlunarskóla Íslands og framhaldsskólafulltrúi Ungs jafnaðarfólks, Sigurður Kári.

Hann vitnar í grein á Vísi þar sem þetta var sagt:

„Þetta var auðvitað rosalega mikil truflun, partí og mikil læti. Þess vegna ætlum við ekki að gera þetta aftur. En í raun og veru voru engin vandræði, engin slagsmál og ekki neitt.”

Sigurður Kári útskýrir málið og segir að orðin hér að ofan hafi komið frá eiganda tjaldsvæðisins að Hraunborgum í samtali við blaðamann Vísis í kjölfarið á árlegri útilegu nemenda við Verzlunarskóla Íslands, er haldin var á svæðinu.

„Í þessari útilegu voru um 400 ungmenni sem komu saman í þeim tilgangi að hafa gaman, skemmta sér og hittast í sumarfríinu“ segir hann og nefnir einnig að auðvitað megi „búast við að svona samkomum fylgi hávaði, enda um stóran hóp af fólki að ræða.“

Sigurður Kári færir í tal að eigandi tjaldsvæðisins „sagðist sjálfur hafa látið aðra gesti vita af fyrirhugaðri samkomu ungmennanna“ og segir hann einnig að það „var búið að sjá fyrir öllu, hvort sem það var gæsla eða afmarkað svæði.“

Segir Sigurður Kári að áðurnefndur eigandi hyggist eigi ætla að leigja svæðið aftur út vegna hávaða sem fylgdi gleði og lífi.

Og þá spyr hann:

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

Hann hefur sjálfur farið tvívegis í þessa útilegu og að þá hafi allt gengið „mjög vel“ því það hafi verið „gæsla á svæðinu“ sem var vel afmarkað og „við fengum skýr fyrirmæli um það sem ekki mátti gera.“

Sigurður Kári nefnir að það fylgi ávallt „smá hávaði svona stórum viðburði en við hlýddum og fórum eftir fyrirmælum“ og bendir einnig á að það hafi ekkert vesen verið og „engin vandræði, en hávaðinn fylgdi gleði og góðri stemningu.“

Að mati hans er Verzlingum meira en vel „treystandi fyrir því að koma aftur á næsta ári“ en að nú þurfi „nemendur að leita að nýju tjaldsvæði þar sem má vonandi hafa gaman.“

Sigurður Kári færir sig síðan frá hinu sértæka til hins almenna og skoðar myndina í raun og veru úr „lofti“ ef svo mætti segja og hann vill einfaldlega að börn og ungt fólk megi alveg njóta sín án þess að eiga það sífellt á hættu að fá ákúrur og skammir fyrir það eitt að vera lifandi, lífsglöð og hamingjusöm:

„Nýlega birtist frétt þess efnis að börn mættu ekki leika sér í boltaleik eftir klukkan 22 við Hlíðaskóla og þetta er staðan víðar, væntanlega vegna hávaða sem þessum leikjum kann að fylgja.“

Segir einnig:

„Það liggur í hlutarins eðli að þegar börn og ungmenni eru að leika sér úti eru læti.“

Hann bætir því við að þegar hann var yngri „skemmtum við okkur krakkarnir konunglega upp á sparkvelli, körfuboltavelli eða á skólalóðinni, og það var stundum eftir klukkan 22.“

Sigurður Kári segist ekki muna „eftir að hafa séð nein skilti sem bönnuðu okkur að hittast eftir ákveðinn tíma“ en að því hafi fylgt „einhver læti og hávaði, en það er einmitt með því að hittast og leika sér saman sem tengslin myndast, sem vináttan fær að blómstra á réttum forsendum.“

Og hann spyr af hverju það þurfi alltaf að setja ungmennum miklar og óþarfar skorður:

„Eru þær ekki settar af sama fólki sem finnst ungmenni vera einmana og grilluð í hausnum af skjátíma? Af hverju fá börn í dag ekki að njóta þess að vera ung eins og eldri kynslóðir?“

Hann bendir á að það hafi tíðkast í almennri umræðu í samfélaginu að segja að „ungmenni séu ekki á góðum stað, að þau séu of mikið í símanum og þau séu ekki nógu dugleg að vera með jafnöldrum sínum utan skóla“ og svo loks þegar „þau ætla sér að fara út, hittast og hafa gaman, til dæmis í boltaleik er það bannað, eða þegar allt gengur vel og ekkert vesen en það fylgir hávaði þá er það ekki leyft aftur.“

Hann segir alveg kominn tíma á að leyfa „börnum og ungmennum að lifa lífinu“ og segir einnig að í „stað þess að tala þau niður fyrir það hversu ósjálfstæð og óábyrg þau eru“ skulum við frekar hrósa „þeim fyrir það sem er vel gert.“

Hann telur það vera mjög gott og jákvætt að „400 manna hópur hafi komið saman án þess valda vandræðum eða veseni. Það sýnir það að þau eru að gera eitthvað rétt, þau eru að passa upp á hvort annað og þau eru á réttri leið.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

GDRN með Kristmund Axel á heilanum
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði
Innlent

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði

Nágrannaerjur fóru úr böndunum
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

Grunnskólakennari gripinn með kókaín
Heimur

Grunnskólakennari gripinn með kókaín

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla
Innlent

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum
Myndir
Fólk

Emmsjé Gauti selur íbúðina í Vesturbænum

Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Nýr samningur er til þriggja ára
Fuglainflúensa greinist í mávum á Íslandi
Innlent

Fuglainflúensa greinist í mávum á Íslandi

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði
Innlent

Mesta hvassviðri sem komið hefur að landi í marga mánuði

Nágrannaerjur fóru úr böndunum
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla
Innlent

Yfir þúsund ökumenn óku of hratt við grunnskóla

Loka auglýsingu