1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

3
Heimur

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

4
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

5
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

6
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

7
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

8
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

9
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

10
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

Til baka

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Gunnari Hólmsteini Ársælssyni, sem er stjórnmálafræðingur og kennari við FG, verður tíðrætt um það sem hann kallar: „Hið tæra illa“

Gunnar Hólmsteinn
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir ástandið á Gaza vera mun verra en nokkur orð geti lýstHann talar um „hið tæra illa“
Mynd: Aðsend

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir í aðsendum pistli á Vísi, að hið illa sé á sveimi um þessar mundir og honum verður tíðrætt um það sem hann kallar: „Hið tæra illa.“

Hann er klár á því að maðurinn sé án alls vafa „grimmasta dýrið á jörðinni“ og segir einnig að „engin önnur tegund hefur fundið upp þann urmul af vopnum og gereyðingartólum sem smíðuð hafa verið í gegnum tíðina.“

Gunnar nefnir einnig að engin önnur tegund hafi fundið upp álíka aðferðir og „Homo Sapiens“ til þess eins að kvelja fólk; valda því „sársauka og vanlíðan.“

Ísrael dráp

Hann segir að „þessi staðreynd“ skeri okkur algerlega frá öðrum tegundum á jörðinni.

Haustið sem öllu breytti

Gunnar segir að allt frá haustinu 2023 hafi almenningur hér á landi og út um allan heim líka, orðið „vitni að atburðum sem nánast eiga sér enga hliðstæðu, sökum mannvonsku og níðingsskapar.“

Hann nefnir dæmi, Svíþjóð:

„Eflaust hafa einhverjir sem lesa þennan greinarstubb komið til Stokkhólms í Svíþjóð. Þar búa um tvær milljónir manna með úthverfum meðtöldum. Ímyndaðu þér, lesandi góður, að það væri búið að jafna um 80-90% af Stokkhólmi við jörðu og það væru aðeins nokkrir staðir þar sem hægt væri að nálgast matvæli, en þau væru af mjög skornum skammti. Þannig er staðan á Gaza.“

Byrjunin

Rústir Gaza

Hann spyr að því hvernig þessi hryllingur á Gaza hafi byrjað:

„Jú, með árásum hryðjuverkasamtakanna Hamas, sem sögulega séð hafa verið dyggilega studd af Íran, þann 7.október, á Ísrael.“

„Meðal annars var ráðist á tónlistarhátíð, þar sem ungt, saklaust fólk var að skemmta sér“ og bendir hann líka á að í árásinni voru hátt í „1300 manns drepin og á þriðja hundrað tekinn í gíslingu, ástand sem enn stendur yfir og er eitt helsta þrætuepli þessara átaka, þar sem nokkrir tugir er enn í gíslingu.“

Gunnar nefnir að Hamas hafi stjórnað á „Gaza frá 2007“ og vill hann taka það hér „skýrt fram að ég fordæmi algerlega hryðjuverkaárásir sem þessar“ sem hann segir bitna ávallt mest á „almennum borgurum, enda helsta markmið slíkra árása að vekja ótta og skelfingu.“

Eftirleikurinn

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels og Benjamin Netanyahu

Og Gunnar vill tjá sig um eftirleikinn - einn þann versta, ef ekki þann allra versta í sögu mannkyns svo vitað sé til um og hér er ekki verið að gera lítið úr helför nasista gegn gyðingum og öðrum er Adolf Hitler var kanslari Þýskalands.

Hitler Netanayhou

Gefum Gunnari bara orðið:

„En eftirleikurinn var á þessa leið: Þessi árás - sem var gerð meðal annars til þess að skemma fyrir batnandi samskiptum Ísraels og Arabaríkjanna, sérstaklega Sádí-Árabíu - vakti hressilega einhverja mestu og best skipulögðu hernaðarmaskínu sem til er, Ísraelsher.“

Hann segir að herinn í Ísrael hafi yfir að ráða nánast öllum bestu og þróuðustu „vopnum sem til eru í heiminum.“

Stuðningur Bandaríkjanna skiptir sköpum og Kínverjar taka við keflinu

Usa China Kína

Gunnar færir einnig í tal að allt frá árinu 1950 hafi „landið fengið tugi milljarða dollara í beinan hernaðarstuðning frá Bandaríkjunum“ en undanfarin ár hafi þessi tala verið um „3,3 milljarðar á ári, tvöfaldaðist reyndar á milli áranna 2023 til 2024, í um 6.6 milljarða dollara“ sem Gunnar segir að sé álíka mikið og öll „þjóðarframleiðsla Íslands og að auki fær Ísrael enn meiri stuðning frá Bandaríkjunum, sem ekki er notaður til hernaðar.“

Hann telur klárt að Ísrael sé í algerum sérflokki í þessu tilliti „en eins og þeir sem fylgjast með fréttum vita, eru Bandaríkin almennt að skera niður nánast alla aðra þróunaraðstoð til annara ríkja, segja sig frá alþjóðastofnunum og álíka.“

Telur Gunnar að það tómarúm sem muni myndast verði að „öllum líkindum fyllt af Kínverjum og mun því að öllum líkindum efla stöðu þeirra í alþjóðakerfinu, á kostnað Bandaríkjanna. Svo grunnhyggin eru stjórnvöld í Washington um þessar mundir.“

Kvikmyndin þessi er bönnuð öllum

Helförin

„Gaza-stríðið hefur birst okkur í gegnum fréttir í formi skelfilegra mynda og myndskeiða“ sem Gunnar segir að séu í raun „svo hryllileg að þau eru í raun ekki birtingarhæf“ og hann segir einnig að „væru þessi myndskeið kvikmynd, þá væru þau sennilega bönnuð innan 18 ára, jafnvel dæmd óbirtingarhæf.“

Hann segir að slík myndskeið séu tekin af íbúum á Gaza, en bætir því við að „lýðræðisríkið Ísrael neitar erlendum fjölmiðlum aðgang að Gaza“ og að „tugir blaðamanna frá Gaza hafa verið drepnir við störf sín.“

Ísraelskir hermenn

Gunnar vill helst ekki lýsa „þessum hryllingi sem flæðir um alla miðla“ og þá segir hann að „hugurinn“ leiti til „versta atburða síðustu aldar, Helfararinnar“ þegar við sjáum myndir af „börnum sem eru að látast af hungri á Gaza. Og ef einhverjir ættu að skilja hið hryllilega eðli þeirra atburða, þá eru það einmitt Ísraelsmenn og gyðingar. Eru þeir komnir í hring?“ spyr hann.

Ísraelar viðurkenna þjóðarmorð

Gunnar bendir á að það hafi vakið mikla athygli fyrir skömmu að „tvenn mannréttindasamtök í Ísrael“ hafi gefið það út að þau telja að Ísrael stundi það sem kallast „þjóðarmorð“ á íbúum Gaza og að einnig hafi verið „gefin út alþjóðleg handtökuskipun á Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael vegna átakanna.“

Gaza 2025

Hann segir að „einhverjar ömurlegustu fréttir úr þessum átökum hingað til“ hafi verið birtar á RÚV fyrr á þessu ári en þær „sýndu almenna borgara í Ísrael sem voru að ferðast, sem túristar, að landamærum Gaza og virða fyrir sér eyðilegginguna og sýna börnum sínum“ líkt og þegar „við förum til Grindavíkur og út í hraun, til þess að virða afleiðingar eldgosanna fyrir okkur.“

AP_benjamin_netanyahu

Segir Gunnar að að það hafi gjarnan fylgdt með hjá þessum „stríðstúristum“: „Drepum þau öll, þetta eru hvort eð er allt saman hryðjuverkamenn.“

Segir Gunnar að þarna hafi hann fyrst orðið algerlega „kjaftstopp“ og segir að í raun og veru sé „erfitt að ímynda sér hið botnlausa hatur sem virðist vera þarna á ferðinni, það er bara mjög erfitt að skilja það. Það er engu að síður staðreynd.“

Sextíu þúsund verið myrt

Gunnar segir að honum hafi dottið það hreinlega í hug að valdamenn í „Ísrael séu með einhverjum hætti gjörsamlega helteknir“ af því sem mögulega mætti kalla „stríðssturlun“ og líka hluti „ísraelsku þjóðarinnar með.“

Gaxa 2025 111

Honum virðist sem „öfgamenn innan stjórnar Ísrael“ virðist nánast „ráða ferðinni“ en þá er einnig grunur um að „Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra“ noti þetta svokallaða „stríð til að að halda sér á lífi pólitískt séð“ en mál gegn forsætisráðherranum er í gangi meðal annars vegna meintrar spillingar, í dómskerfi Ísraels.

Samkvæmt yfirvöldum á Gaza er nú búið drepa um það bil 60.000 manns á svæðinu og eins og staðan er núna veit enginn hvað marga er að finna í rústunum - en Gaza er svipað stórt landsvæði og Reykjanesskaginn og mögulegt að hundruð eða þúsundir líka séu enn undir rústunum.

Hann segir að hin mikla „hefnd Ísraelsmanna vegna árása Hamas“ sé löngu komin „út fyrir öll mörk og í raun má velta því upp hvort þetta blóðbað sem er í gangi, hafi í raun öðlast sitt eigið líf? Eða eru það stjórnlausir ráðmenn sem keyra stríðið áfram, blindaðir af hatri? Ráðamenn sem kunna sér engin siðferðileg mörk?“

Gunnar segir að „rökin“ séu þau að landið sé að „verja sig“ en að svo langt sé um liðið síðan að það sé öllum það „algerlega“ ljóst að það er fyrir langt um liðið síðan „hefndin“ hætti að vera hin raunverulega ástæða fyrir þjóðarmorðinu sem nú fer fram á Gaza með vitneskju allrar heimsbyggðarinnar.

Öll hjálparkerfi lömuð

Segir hann að markmið Ísraels virðist vera það að gera líf íbúa á Gaza „algerlega óbærilegt“ og einnig að „allt þetta væri að sjálfsögðu ekki hægt, nema án ríkulegs framlag frá Bandaríkjunum:

Félagarnir á góðri stund.

„Það er í raun skelfilegt að hugsa til þess að landið sem einu sinni kenndi sig við frelsi og leit að hamingju skuli leggja blessun sína yfir það sem á gengur fyrir botni Miðjarðarhafs.“

Gunnar bendir á abyrgð valdhafa vestanhafs og segir hana vera mikla í þessum efnum:

„Þessi stefna Bandaríkjamanna hefur verið í gangi allt frá stofnun Ísraels og er yfirleitt með fyrstu verkum nýs forseta Bandaríkjanna að ítreka hana með einum eða öðrum hætti.“

Og Gunnar færir í tal „alþjóðakerfið“ - Sameinuðu þjóðirnar, Öryggisráðið og „já, öll þessi kerfi“ standi núna algerlega „vanmáttug frammi fyrir þeirri grimmd sem á sér stað á Gaza, þar sem öllum tólum er beitt til að gera líf íbúanna að helvíti á jörð; allt frá eldflaugum til skriðdreka og jarðýtna, sem notaðar eru til þess að jafna hús við jörðu. Þetta eru sömu jarðýtur og við notum hér á landi til þess að byggja varnargarða gegn eldgosum.“

Sameinuðu þjóðirnar

Hann vill meina að „gagnsleysið sem birtist okkur frá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna“ sé ótrúlega sláandi og mikið „umhugsunarefni“ og að „allar yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna virðast sem sem hjóm eitt.“

Segir að stóra spurningin sé þessi:

„Hversu lengi á þessi tæra illmennska að viðgangast gegn algerlega varnarlausum hópi fólks, sem á það á stöðugt á hættu að vera skotið í tætlur í matarröðum, eða vera sprengt í loft upp í tjöldunum sem það býr í?“

Mátturinn og dýrðin að eilífu og amen á eftir efninu

Það er á máli Gunnars að finna að það verði með einhverjum hætti að finna ráð til þess að stöðva þetta „brjálæði sem er í gangi þarna og víðar í heiminum um þessar mundir“ og segir hann að honum líði „því miður eins og maður sé staddur í Star Wars kvikmynd, þar sem Svarthöfði er með undirtökin“ og að „Mátturinn“ sé farinn út í hafsauga og það sé „vond tilfinning og það hvíla óvenju dimmir skuggar yfir heimsbyggðinni nú um stundir og ógnirnar sem við stöndum frammi fyrir eru margar.“

Hann nefnir sem dæmi um stríðshrjáð svæði og á þá við „Úkraínu, stríð í Súdan, sem nánast ekkert er fjallað um, umhverfisáhrif og fleira. Það eru sögð vera um 60 átök eða stríð í gangi um þessar mundir.“

Hjálpargögn í hafið

Gunnar viðurkennir fúslega að hann sé ekki að „teikna upp bjartsýna sviðsmynd“ en að skepnan „Homo Sapiens“ hafi líka getu til að „breyta hlutum til hins betra.“

Hann færir í tal að „einhverjum hjálpargögnum var varpað úr lofti síðustu helgina í júlí“ en segir að það hafi einfaldlega verið „sýndarmennska“ og að það „magn sem varpað var úr lofti er á við einn til tvo flutningabíla“ en eins og flestir vita hafa þúsundir flutningabíla verið staðsettir og algjörlega tilbúnir við landamæri Gaza mánuðum saman með hjálpargögn sem komast ekki til skila fyrir skothríð Ísraelsmanna á hungruð börn og allslausar konur sem hafa það eitt á sinni samvisku að hafa fæðst inn í þennan heim hryllings og algjörrar illsku.

Gaza 2025 or

Gunnar segir það algjörlega öllum ljóst og engum raunverulega hulið að „tvær milljónir manna þurfa auðvitað heilmikið magn af matvælum, hreinlætisvörum og lyfjum“ og að „öllu þessu hefur íbúum Gaza nánast alfarið verið neitað um undanfarin misseri.“

Einnig bendir hann á að þá staðreynd að vitað er að talsverður hluti hjálpargagnanna lenti til dæmis í hafinu undan ströndum Gaza, sem og tjöldum íbúa þar sem fólk særðist:

„Hvaða gagn er að því að varpa hjálpargögnum í hafið?“

Frakkar og Bretar geta ráðið úrslitum

Nýverið tilkynntu Frakkar að þeir muni bætast í sístækkandi hóp þeirra þjóða sem viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki í september næstkomandi; bætast þá í hóp um það bil 150 ríkja er gert hafa slíkt hið sama og það er gott að mati Gunnars; sem segir þó að betur þurfi að gera eigi einhver raunverulegur árangur að nást, og það sem allra fyrst:

Emmanuel Macron Wikipedia

Emmanuel Macron Frakklandsforseti

„Keir Stramer forsætisráðherra Bretlands tilkynnti svo þann 29. júlí síðastliðinn að Bretar myndu viðurkenna tilvist palestínsk ríkis, einnig í september, ef að Ísraelsmenn myndu ekki bæta framkomu sína gagnvart íbúum Gaza“ segir Gunnar og bendir á að þetta hafi verið „einskonar hótun“ um einhverskonar „viðurkenningu gagnvart Ísrael“ sem vill ekki að Bretar né aðrar þjóðir „viðurkenni tilvist ríkis Palestínu.“

Keir Starmer forsætisráðherra

Keir Starmer forsætisráðherra Breta

Gunnar býst við því að fljótlega muni málið allt saman „skýrast á næstu vikum, en viðurkenning Breta myndi vega þyngra heldur en Frakka, vegna sögulegra ástæðna sem ekki verða raktar hér.“

Flókið friðarferli framundan

Hann segir að endingu að hann vilji ekki „trúa á að það birti upp um síðir – eins og við Íslendingar segjum“ og að lausnin sé að „sjálfsögðu að stoppa stríðið sem allra fyrst og setjast að samningaborðinu, en allar slíkar tilraunir hafa fram að þessu ekki borið árangur“ og það finnst honum vera „mjög sorglegt.“

Ísrael

Gunnar bendir á að friðarferli sé flókið sem og tímafrekt, en að á meðan malli „hið tæra illa“ áfram „eins og enginn sé morgundagurinn“ og það „með skelfilegum afleiðingum.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

„Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi,“ segir læknirinn, sem Hödd Vilhjálmsdóttir ásakar um ofbeldi, í yfirlýsingu til Mannlífs.
Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum
Heimur

Trump hótar Rússum með kjarnorkukafbátum

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum
Myndir
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins
Heimur

Áhrif tollanna frá Bandaríkjunum eru mismikil innan Evrópusambandsins

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar
Landið

Einungis konur á vakt hjá slökkviliði Fjarðabyggðar

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí
Heimur

Rússland upplifði metfjölda farsímanetslokana í júlí

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 kílómetra eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

„Ég hef aldrei brotið á nokkrum einstaklingi,“ segir læknirinn, sem Hödd Vilhjálmsdóttir ásakar um ofbeldi, í yfirlýsingu til Mannlífs.
Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni
Innlent

Jódís minnir á að „grimmd og brjálsemi“ Ísraela er ekki ný af nálinni

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“
Innlent

„Hugurinn leitar til Helfararinnar“

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Loka auglýsingu