1
Menning

Barnaveiki í Stykkishólmi

2
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

3
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

4
Minning

Birna Óladóttir er látin

5
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

6
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

7
Innlent

Nágrannaerjur fóru úr böndunum

8
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

9
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

10
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Til baka

Hrakspár veiðigjaldsins

Hvað gerist ef hækkun veiðigjaldsins verður samþykkt í lögum?

Fiskur
Breyting á veiðigjaldinuSjávarútvegsfyrirtæki vara við áhrifum breyttra veiðigjalda
Mynd: Stjórnarráðið/Hari

Þingmeirihlutinn hefur nú samþykkt frumvarpið um breytingu á veiðigjaldinu. Frumvarpið fer í frekari vinnslu hjá fastanefnd þingsins áður en þriðja umferð umræðna hefst. Ýmsir aðilar í sjávarútveginum og fjöldi sveitafélaga hafa varað við áhrifum frumvarpsins sem myndi breyta hvernig veiðigjöld eru útreiknuð. Hvaða hrakspá boða gagnrýnendur veiðigjaldsins?

Fjárfestar flýja

Jón Pétur Zimzen varaði við í ræðu sinni á Alþingi að útgerðarmenn sem lengi hafa fjárfest í sjávarútveginum muni ekki sjá arðbært að halda áfram að fjárfesta í greininni ef veiðigjöldin hækki. „Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því hvað þetta þýðir. Það er gríðarleg fjárfesting inni í þessum félögum. Og þessi fjárfesting þarf að bera einhvern arð. Það verður að setja þetta í heildarsamhengi, en ekki bara spila á tilfinningar fólks,“ sagði Jón Pétur á Alþingi þann 21. júní.

Smærri útgerðir sökkvi

Í umsögnum á samráðsgáttinni lýstu mörg minni útgerðarfyrirtæki áhyggjum sínum yfir veiðigjöldunum, þar á meðal Samtök Smærri Útgerða (SSÚ). Skattahækkanir frumvarpsins hefðu lagst þyngst á litlar og meðalstórar útgerðir, í þeirri mynd sem gerðar voru athugasemdir við í apríl. Síðan þá hefur atvinnuveganefnd Alþingis hins vegar sett fram breytingartillögu við frumvarpið um að hækka frítekjumarkið enn frekar og gera það þrepaskipt í von um að komast til móts við smærri útgerðir. Samtals hámark frítekjumark mun því hækka úr 23,6 milljónum króna í 34,5 milljónir með nýju breytingartillögunni.

Útsvar minnki

Sveitarfélög og minni útgerðir lýstu áhyggjum sínum á áhrifum frumvarpsins í umsögnum við frumvarpið á Samráðsgáttinni. Meðal sveitarfélaga þar voru Ísafjarðarbær, Fjallabyggð, Bolungarvíkurkaupstaður, Skagafjörður og Hornafjörður. Sveitarfélögin höfðu sérstakar áhyggjur af því að hækkun veiðigjalda gætu leitt til lægra útsvars til sveitafélaganna. “Byggðarráð Skagafjarðar óttast að með hækkandi veiðigjöldum muni landvinnsla á Íslandi verða óhagkvæmari og jafnvel leggjast af á einhverjum stöðum,“ kom fram í umsögn Bygðarraðs Skagafjarðar við frumvarpið. Hjá sveitarfélögum þar sem útsvar byggist af stórum hluta á sjávarútveginum getur samdráttur í útgerð leitt til gríðarlegs tekjutaps.

Lýsi heyri sögunni til

Fulltrúi Lýsis hf fullyrðir að frumvarpið muni gera það ómögulegt að ná í hráefni, meðal annars fyrir vinnslu lýsis, líkt og Mannlíf greindi frá í frétt fyrr á árinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagðist stefna á það að færa fiskvinnslu úr landi svo að skattahækkanir frumvarpsins myndu ekki bitna jafn harkalega á þeim.

Svipaðar áhyggjur og áður

Árið 2012 voru innleidd ný veiðigjöld, eftir langan aðdraganda og stóryrta umræðu. Á þeim tíma mótmæltu fulltrúar sjávarútvegsfyrirtækjanna skattlagningunni gríðarlega. Dregnar voru upp dökkar myndir af samþjöppun útgerðarinnar, niðurníðslu búnaðar, að samkeppnishæfi myndi stöðvast og að sveitarfélögin myndu gjalda þess margfallt. Í kjölfar fylgdi hins vegar eitt mesta hagsældartímabil í sögu íslensks sjávarútvegs. Methagnaður hefur verið ár eftir ár í sjávarútveginum og miklar tækniframfarir hafa átt sér stað með miklum árangri. Árið 2016 sagði Hagstofan frá því að eigið fé í sjávarútvegi hefði aukist um 300 milljarða króna frá 2008 til 2014.

Svo fór að þrátt fyrir mikinn hagnað í sjávarútvegi lækkuðu greidd veiðigjöld frá 2012 á föstu verðlagi og verða svipuð árið 2026 og 2012, ef marka má áætlun ríkisstjórnarinnar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Pólitík

Ætlar að loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu

„Þetta verður stór pakki með nýjum aðgerðum“ sagði forsætisráðherra á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í dag, en hún vill loka glufum og draga úr undanþágum í skattkerfinu
Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá
Minning

Hallfríður Lilja Einarsdóttir er fallin frá

Gersemi í Grafarvogi til sölu
Myndir
Fólk

Gersemi í Grafarvogi til sölu

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð
Heimur

14 ára stelpa látin eftir brjóstastækkunaraðgerð

GDRN með Kristmund Axel á heilanum
Menning

GDRN með Kristmund Axel á heilanum

Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu
Innlent

Gæti tekið áratugi að vinna upp biðlista að óbreyttu

Fulltrúar óhagnaðardrifinna leigufélaga ætla að leggja fram tillögur er miða að breytingum á fjármögnun íbúða innan almenna kerfisins
Veðrið lék landsmenn grátt
Myndir
Innlent

Veðrið lék landsmenn grátt

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“
Innlent

Glúmur hefur horft upp á „menn missa alla fjölskylduna í veðmálum“

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig
Innlent

Hiti á bilinu tíu til fimmtán stig

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur
Innlent

Rafmagnshlaupahjól og bifreið lentu saman - Ökumaður kærður fyrir að vera með filmur

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78
Innlent

Borgin endurnýjar samning sinn við Samtökin ’78

Loka auglýsingu