
Í dagbók lögreglu frá í nótt og í gær er greint frá því að maður hafi verið handtekinn fyrir vopnalagabrot í miðbæ Reykjavíkur.
Þá er einnig greint frá því umferðarslys í Laugardalnum en þá ók ökumaður á ljósastaur. Ekki urðu nein slys á fólki og var málið afgreitt á vettvangi.
Tveir menn voru handteknir fyrir húsbrot í miðbænum. Þeir gistu fangageymslur sökum ástands að sögn lögrelgu.
Lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárás í miðbænum. Einn maður var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Fórnarlambið var flutt á bráðamóttöku til skoðunar.
Tilkynnt var um þjófnað úr verslun í Mosfellsbæ og að sögn lögreglu var málið afgreitt á vettvangi. Þá fékk lögreglan einnig tilkynningu um hótanir í Árbænum. Þá var rætt við aðila og málið afgreitt á vettvangi.
Komment