
Í dagbók lögreglu frá því í gærkvöldi og nótt er greint frá því að tilkynnt hafi verið um innbrot í heimahús þar sem ýmsum verðmætum var stolið.
Maður var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang og brotið rúður o.fl. Hann er vistaður í fangaklefa þar til hann verður viðræðuhæfur.
Hjólreiðamaður og gangandi vegfarandi skullu saman. Einn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá var ágreiningur milli aðila sem endaði með því að annar þeirra mundaði hníf í átt að hinum áður en hann ók á brott á vespu.
Tilkynnt var um að sex grímuklæddir menn hafi ráðist á einn með höggum og spörkum. Árásarþoli var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Málið er í rannsókn lögreglu.
Þá voru nokkrir teknir fyrir að aka undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Komment