
Úr dagbók lögreglunnar er þetta helst að frétta.
Umferðarslys varð í Laugardal í Reykjavík í þar sem þrír bílar lentu saman og skemmdust allir. Sem betur fer urðu engin slys á fólki en draga þurfti eina bifreiðina burt af vettvangi.
Einn ökumaður var kærður fyrir að nota farsíma undir stýri en sá hafði ekið fram hjá vettvangi slyssins með símann á lofti til að taka upp myndskeið af því sem gerðist.
Þá gista fimm aðilar fangageymslur eftir nóttina, en ein 82 mál voru skráð hjá lögreglu á milli klukkan 17 og 5.
Einn var tekinn höndum grunaður um alvarlega líkamsárás og hótaði hann hótaði ítrekað að drepa lögreglumenn.
Sinnti lögregla tilkynningu vegna manns er hafði smyglað sér ofan í sundlaug án þess að greiða fyrir og þótti maðurinn haga sér furðulega gagnvart öðrum gestum og neitaði að yfirgefa laugina og var handtekinn en látinn laus að skýrslutöku á lögreglustöð lokinni.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka á 111 kílómetra hraða á klukkustund, þar var hámarkshraði 50. Var ökumaður fluttur á lögreglustöð og sviptur ökuleyfi.
Komment