
Hópslagsmál brutust út um helgina í hafnaboltaleik milli tveggja háskóla í Bandaríkjunum. Jackson State Tigers og Praire View A&M Panthers áttust við í útsláttarleik í háskólahafnabolta í Texas og brutust slagsmálin út þegar Trenton Bush tryggði sínum mönnum í Panthers sigur í lok leiksins.
Í miðjum fagnaðgerlátunum réðust liðsmenn Jackson State á andstæðinga sína og voru tugir leikmanna sem tóku þátt í slagsmálunum. Þjálfarar liðanna reyndu eins og þeir gátu að fá leikmenn til að hætta slagsmálum en það gekk erfiðlega.
Það tókst þó á endanum en fengu níu leikmenn fjögurra leikja bann fyrir hegðun sína. Þá voru skólarnir báðir sektaðir um rúmar þrjár milljónir króna. Liðin mættust svo aftur daginn eftir í lokaleik liðanna og komust Praire View A&M Panthers áfram í næstu umferð.
Komment