
Núna er hlýtt loft á leið yfir Ísland og það er útlit er fyrir að næstu dagar verði þeir heitustu það sem af er þessu sumri.
Samkvæmt veðurspám getum við búist við að mestur verði hitinn í byrjun næstu viku, sérstaklega á mánudag og þriðjudag.
Eftir því sem Veðurstofan segir þá er er orsökin fyrir hlýindunum afar hlýr loftmassi er streymir hingað úr suðri; hlýtt loft sem er að berast til okkar frá Evrópu.
Svo það er útlit fyrir að verði hlýtt út vikuna.
Samkvæmt spá verður hlýjast á Suðurlandi og Norðurlandi eystra. Líklegra er að hitatölur verði hærri inn til landsins en við strendur og á þeim svæðum þar sem aðstæður verða sérlega hagstæðar gæti hitinn farið í 29 stig.
Þá er ekki loku fyrir það skotið að að hiti fari ennþá hærra á einstakri mælistöð, og færist þar með nær sögulegu meti, sem er 30,5 stig á Teigarhorni við Berufjörð árið 1939. Þess má geta að um mitt sumar, fyrstu helgina í júlí, árið 1991 mældist hiti á Íslandi nálægt 30 stigum.
Hér á höfuðborgarsvæðinu eru líkur á hlýindum og gæti hitinn farið yfir 20 gráður - en slíkar hitatölur mælast að jafnaði einungis á þriðja hverju sumri í Reykjavík, eins og fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Komment