1
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

2
Innlent

Lögreglu tilkynnt um kvenmannshár

3
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

4
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

5
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

6
Innlent

Konan fundin

7
Menning

Júlí Heiðar fær ekki nóg

8
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

9
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

10
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

Til baka

Helgi Seljan fagnar nýrri virkni lögreglunnar í hótunarmálum

„Sú var tíðin að skúrkar sögðust vita á hvaða leikskóla börn manns væru …“

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu
Lögreglustöðin við HlemmLögreglan vaktaði heimili Snorra í nótt
Mynd: Víkingur

Helgi Seljan blaðamaður, sendir pillur á lögregluna í nýrri Facebook-færslu sem birtist fyrir hádegi en færslan hefur vakið gríðarmikil viðbrögð.

Tilefni færslunnar er frétt RÚV um hótanir sem hafa borist Snorra Mássyni, þingmanni Miðflokksins en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í Kastljósinu á dögunum þar sem talað var um bakslag í baráttu hinsegin fólks á Íslandi.

Helgi byrjar á að fordæma þær hótanir sem Snorra hefur borist:

„Það er algjörlega óásættanlegt og ógeðfellt að fólki sé hótað og heimili þeirra séu mögulega ekki örugg. Gildir einu hvern um ræðir.“

Í seinni hluta færslunnar koma pillurnar til lögreglunnar en hún hefur stundum verið gagnrýnd í þessum málaflokki:

„Og það er að sama skapi gleðilegt að sjá að lögreglan skuli loksins hafa tekið upp virkt viðbragð og aðgerðir til varnar þeim sem verða fyrir áreiti, hótunum eða umsátri um líf sitt. Allir þeir einstaklingar og allar þær fjölskyldur sem hafa glímt við áralangt umsáturseinelti og ónæði eltihrella, og kvartað hafa réttilega undan skorti á viðbragði og stuðningi yfirvalda, geta því væntanlega andað léttar.“

Eins og áður segir hafa viðbrögðin við færslunni verið mikil en þegar þetta er ritað hafa yfir 250 manns líkað við hana og 14 skrifað athugasemdir. Meðal þeirra sem skrifað hafa athugasemdir við færsluna eru nafntogaðir einstaklingar. Felix Bergsson segir einfaldlega „heyr, heyr“ en Egill Helgason skrifar: „Ég segi kannski einhvern tíma sögurnar frá því ég var með Silfur Egils og því sem gekk á þeim tíma.“

Sigmundur Ernir Rúnarsson tjáði sig einnig: „Sú var tíðin að skúrkar sögðust vita á hvaða leikskóla börn manns væru …“ en Svavar Knútur svaraði: „það er nú enn get ég sagt þér.“

Gamli fjölmiðlarefurinn Eiríkur Jónsson lýsir einnig í athugasemdum því sem hann hefur lent í í gegnum tíðina: „Þeir hringdu og sögðust vita að sonur minn svæfi i vagni á bak við húsið sem ég bjó í - brenndu gat með sígarettu á nafn mitt á dyrasíma og klíndu tyggjói á allan bílinn minn í miklu magni. Síðar rispuðu þeir nýsprautaðan Bens sem ég átti með lykli líklega - alla fleti bílsins. Er þá fátt nefnt.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Albert meiddist í stórsigri Íslands
Sport

Albert meiddist í stórsigri Íslands

Óvíst er með þátttöku Alberts gegn Frakklandi
Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum
Heimur

Leyndardómsfullt mannshvarf á Kanaríeyjum

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu
Heimur

„Áhrifavaldur Guðs“ tekinn í dýrlingatölu

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans
Heimur

Segist hafa mokgrætt á tveimur vikum á OnlyFans

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri
Peningar

Sextán á Seltjarnarnesi sem eiga nóg af skotsilfri

Atli Dagbjartsson er fallinn frá
Minning

Atli Dagbjartsson er fallinn frá

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Djammað og djúsað á Októberfest
Myndir
Menning

Djammað og djúsað á Októberfest

Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött
Innlent

Þorbjörg segir kvartanir Snorra út í hött

„Orð hafa áhrif, hvort sem maður vill það eða ekki, og það skiptir máli að velja þau vel,“
Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael
Innlent

Prestar lesa upp nöfn barna sem myrt hafa verið í Palestínu og Ísrael

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði
Innlent

Gagnrýnir „dramatískar“ aðgerðir sérsveitarinnar á Siglufirði

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza
Innlent

Hlutleysiskrafa kemur í veg fyrir þátttöku Blaðamannafélagsins í fjöldafundinum um Gaza

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza
Innlent

Efling krefst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza

Loka auglýsingu