1
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

2
Heimur

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina

3
Innlent

Margrét segist hafa haldið að pabbi hennar hefði dottið

4
Fólk

Helgi Björns í kröppum dansi í Landeyjahöfn þegar kríur réðust að honum

5
Innlent

Stefán S. varð vitni að drukknun á Tenerife

6
Innlent

Lítil stúlka drukknaði við Reynisfjöru

7
Menning

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær

8
Heimur

Eldri borgari grunaður um að hafa eitrað fyrir börnum í sumarbúðum

9
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

10
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Til baka

Heiðra kvenkyns tónskáld í Salnum

Fannst vanta umfjöllun um konur í tónlistarsögutímum.

6468
Sævar og Tinna
Mynd: Aðsend

Tinna Þorvalds Önnudóttir mezzósópran og Sævar Helgi Jóhannsson píanóleikari verða með hádegistónleika í Salnum, Kópavogi 30. apríl, frá klukkan 12:15 til 13:00. Ókeypis verður á tónleikana.

Í kynningu á tónleikunum segir að þau Tinna og Sævar ætli að heiðra nokkur af minna þekktum tónskáldum barrokk-tímans á þessum hádegistónleikum en um að er ræða kvenkyns tónskáld, sem lítið rými hafa fengið í sögubókunum.

Tinna segist í samtali við Mannlíf hafa fengið leið á því í tónlistarsögutímum að heyra aldrei minnst á konur og ákvað mun síðar að kanna málið og hafi þá fundið „þessa guðdómlegu tónlist“.

„Nú veit ég ekki hvort þú upplifðir það sama en ég man svo vel þegar ég var í sögutímum í skólanum og lærði beint og óbeint að fólk af mínu eigin kyni hefði aldrei gert neitt sem í frásögur var færandi. Þegar ég svo fullorðin sat í tónlistarsögutímum þá fékk ég leið á þessu og ákvað núna, allmörgum árum síðar að skoða örfáar hliðar tónlistarsögunnar sem áður voru mér huldar og uppgötvaði þá þessa guðdómlegu tónlist.“

Segist Tinna hafa áður flutt dagskránna í október síðastliðnum og stefni á að flytja hana á Austfjörðum einnig.

„Ég flutti þessa dagskrá á Óperudögum í október síðast liðnum í Hörpuhorni ásamt píanistanum Öldu Rut Vestmann, en þar sem hún býr úti á landi þá skipta þau Sævar mér á milli sín í þessum. Við munum svo halda áfram að vinna með þetta efni og næst á dagskrá er að flytja tónleika á Austfjörðum ásamt Öldu, hvar hún er einmitt búsett.“

Í lýsingu á hádegistónleikunum segir eftirfarandi:

Öll eiga tónskáldin það sameiginlegt að hafa fæðst konur og hafa þar af leiðandi ekki fengið sinn sess í tónlistarsögunni þrátt fyrir að hafa verið áhrifamiklar á sínum tíma. Tónskáldin sem flutt verða verk eftir eru Francesca Caccini, Barbara Strozzi og Elisabeth Jaquet de la Guerre. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Menning á miðvikudögum er styrkt af menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.

Hér fyrir neðan má svo sjá kynningu á tónskáldunum þremur, eins og þær birtust í viðburðarlýsingunni á Facebook:

Francesca Caccini var tónskáld, söngkona, lútuleikari og skáld. Hún fæddist árið 1587 og lifði til sextugs aldurs. Hún var tvígift og átti tvö börn. Ópera hennar La liberazione di Ruggiero var fyrsta óperan sem sett var upp eftir kvenkyns tónskáld. Hún var einnig fyrsta tónskáldið í sögunni, óháð kyni, til þess að fá óperu gefna út á prenti- og um tíma var hún hæst launaðasta tónskáld Flórensborgar, en vinnuveitendur hennar voru Medici-fjölskyldan.

Barbara Stozzi var tónskáld og söngkona í Feneyjum sem fæddist árið 1619 og lifði til 58 ára aldurs. Hún átti fjögur börn en giftist aldrei. Hún var auk þess ákaflega afkastamikil og gaf út á prenti meiri söngmúsík en nokkurt annað tónskáld í Feneyjum um miðja 17. öldina.

Elisabeth Jacquet de la Guerre var tónskáld og harpsichord leikari sem fæddist í París 1665 inn í fjölskyldu hljóðfærasmiða. Hún var afar þekkt á sínum tíma og þótti afspyrnugóður spunaleikari. Hún samdi tónlist af mjög fjölbreyttu tagi og um tíma vann hún fyrir Loðvík 14 í París. Hún giftist einu sinni og átti einn son.

Eins og áður kemur fram verða hádegistónleikarnir fluttir í Salnum, Kópavogi þann 30. apríl frá 12:15-13:00. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð í Salnum sem heitir Menning á miðvikudögum.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Myndband í dreifingu af slysinu í Reynisfjöru
Innlent

Myndband í dreifingu af slysinu í Reynisfjöru

Viðstaddir ráðalausir í fjörunni.
Lítil stúlka drukknaði við Reynisfjöru
Innlent

Lítil stúlka drukknaði við Reynisfjöru

Stefán S. varð vitni að drukknun á Tenerife
Innlent

Stefán S. varð vitni að drukknun á Tenerife

Forsetinn í Kongó krefst viðurkenningar á þjóðarmorði í austurhluta landsins
Heimur

Forsetinn í Kongó krefst viðurkenningar á þjóðarmorði í austurhluta landsins

Enn og aftur drepa Ísraelar svanga Palestínumenn
Heimur

Enn og aftur drepa Ísraelar svanga Palestínumenn

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær
Myndband
Menning

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær

Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar
Heimur

Kona frá Minnesota telur sig óskilgetna langalangömmubarn Viktoríu drottningar

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina
Heimur

Áttræður Tom Selleck nánast óþekkjanlegur á leið í ræktina

Illugi minnist 10 ára drengs frá Úkraínu
Innlent

Illugi minnist 10 ára drengs frá Úkraínu

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli
Innlent

Sótölvaðir menn létu greipar sópa á hóteli

Læknirinn hótar Hödd málsókn
Innlent

Læknirinn hótar Hödd málsókn

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Menning

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær
Myndband
Menning

Myndband sýnir sturlað veður á Þjóðhátíð í gær

Einn gerði sér þó lítið fyrir og gerði armbeygjur í óveðrinu
Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“
Menning

Emmsjé Gauti „fokkar shitti upp“

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð
Myndir
Menning

Spennan magnast á leiðinni á Þjóðhátíð

Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag
Myndir
Menning

Götubitahátíðinni í Hljómskálagarðinum lýkur í dag

Loka auglýsingu