
Landsréttur er annað dómstig ÍslandsSkipað verður í embættið þann 1. september.
Mynd: Stjórnarráðið/Hari
Hinn 13. júní 2025 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar embætti dómara við Landsrétt. Skipað verður í embættið frá 1. september 2025 en er greint frá þessu í tilkynningu frá yfirvöldum
Umsóknarfrestur rann út þann 30. júní síðastliðinn og eru umsækjendur eftirtalin:
- Eiríkur Elís Þorláksson dósent,
- Eyvindur G. Gunnarsson prófessor og settur dómari við Landsrétt,
- Þorbjörg I. Jónsdóttir lögmaður.
Umsóknir verða afhentar dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara til meðferðar á næstu dögum.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment