1
Innlent

Birti mynd af meintri skipulagðri glæpastarfsemi í Grafarvogi

2
Innlent

„Það er eiginlega ljótt af manni að senda svona fallegan mann í fangelsi“

3
Innlent

Morðmáli Margrétar Löf frestað

4
Innlent

Gabríel notaði eiturlyf til að deyfa reiðina

5
Heimur

Síðdegissund getur reynst banvænt á Kanaríeyjum

6
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

7
Heimur

Trump undirbýr innrás í Mexíkó

8
Innlent

Lögreglan finnur ekki fólkið sem lýst var eftir

9
Fólk

Glæsilegt Sigvaldahús til sölu

10
Innlent

„Enn einu sinni eru þeir mættir, réttlætisriddarar whataboutismans“

Til baka

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

Kerti
Mynd: Shutterstock

Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðumaður Kötluseturs í Vík í Mýrdal, er látin, 45 ára að aldri. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 1. nóvember.

Harpa fæddist 28. janúar 1980, dóttir Helgu Þorbergsdóttur hjúkrunarfræðings og Haralds Inga Haraldssonar myndlistarmanns. Fósturfaðir hennar er Sigurgeir Már Jensson, heilsugæslulæknir í Vík í Mýrdal. Hún ólst upp í Mýrdalnum en hélt síðar til náms við Háskóla Íslands þar sem hún lauk BA-prófi í mannfræði. Harpa aflaði sér einnig meistaragráðu í alþjóðatengslum frá Institut Barcelona Estudis Internacionals, diplómaprófs í verkefnastjórnun og rekstri og lauk leiðsögumannsprófi frá Leiðsöguskóla Íslands.

Á starfsferli sínum sinnti Harpa fjölbreyttum og ábyrgum verkefnum, meðal annars sem verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Níkaragva og framkvæmdastjóri GeoThermHydro í Síle. Frá ágúst 2021 stýrði hún Kötlusetrinu í Vík, samfélagsmiðstöð þar sem listir, menning, náttúra og saga Mýrdalsins eru í brennidepli.

Harpa var virkur þátttakandi í menningarlífi heimabyggðar sinnar og á aðalfundi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fyrr á árinu hlaut hún menningarverðlaun samtakanna fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag sitt til menningar og samfélags í Mýrdalshreppi. Í umsögn dómnefndar var henni lýst sem ótrúlegum drifkrafti í samfélaginu, sem með einstökum krafti, jákvæðni og góðvild hélt uppi menningarstarfi og samfélagslegri virkni.

Harpa stóð meðal annars að skipulagningu bæjarhátíða á borð við Regnbogann og Vor í Vík, oft ein eða með lítilli aðstoð, auk þess sem hún skipulagði tónleika og sýningar.

Eiginmaður Hörpu er Pablo Javier Cárcamo Maldonado frá Síle og sonur þeirra León Ingi, fæddur 2015.

Mbl.is sagði frá andlátinu.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð
Heimur

Ungur maður verður ákærður fyrir skipuleggja hryðjuverk í Svíþjóð

Árásin átti að eiga sér stað í Stokkhólmi
Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður
Innlent

Leiðbeinandinn á Múlaborg ákærður

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli
Innlent

Nína Richter lýsir kynbundnu vinnustaðaeinelti á fjölmiðli

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu
Fólk

Kópavogshöll með flugvélaskúr til sölu

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“
Innlent

„Ég stend með þolendum kynferðisofbeldis, alltaf“

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður
Heimur

Öfgamaðurinn Tommy Robinson sýknaður

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna
Heimur

Nýtt frumvarp í Ísrael heimilar dauðarefsingu Palestínumanna

Lamdi mann og hótaði honum lífláti
Innlent

Lamdi mann og hótaði honum lífláti

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann
Myndband
Heimur

Lögreglumenn óku í tvígang yfir meintan glæpamann

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé
Menning

The Saints of Boogie Street snúa aftur eftir þriggja ára hlé

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum
Innlent

Fannar var hræddur við marga á Stuðlum

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni
Pólitík

Viktor Orri hæðist að Snorra Mássyni

Minning

Harpa Elín Haraldsdóttir látin
Minning

Harpa Elín Haraldsdóttir látin

Egill minnist látins vinar
Myndband
Minning

Egill minnist látins vinar

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá
Minning

Séra Flosi Magnússon er fallinn frá

Erna María Ragnarsdóttir er látin
Minning

Erna María Ragnarsdóttir er látin

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin
Minning

Sybil úr Hótel Tindastóli er látin

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Kristinn Guðmundsson er fallinn frá

Loka auglýsingu