
Hampur fyrir framtíðinaSeinni dagur ráðstefnunnar fer fram á morgun
Mynd: Víkingur
Ráðstefnan Hampur fyrir framtíðina fer fram í Iðnó í Reykjavík dagana 2.–3. október og býður upp á fjölbreytta faglega og fræðilega umræðu um hamp og þá fjölmörgu nýtingarmöguleika sem í honum felast. Þetta er í þriðja sinn sem ráðstefnan er haldin og hún leggur sérstaka áherslu á sjálfbærni, nýsköpun, heilsu og vistvænar lausnir.

Frá ráðstefnunni í dagAfar fjölbreytt dagskrá er á ráðstefnunni.
Mynd: Víkingur
Dagskráin inniheldur fyrirlestra frá bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum og frumkvöðlum á sviði hampiðnaðar. Meðal þeirra sem verða á staðnum eru Dr. Jan Slaski, Mara Gordon, Jamie L. Pearson og Jeff Lowenfels. Einnig munu íslenskir sérfræðingar ræða möguleika hampins í tengslum við heilbrigðisþjónustu, byggingarefni og sjálfbæra þróun.

Frá ráðstefnunniSkeggrætt um framtíð hampsins
Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment