
Það hlakkar í rithöfundinum og listmálaranum Hallgrími Helgasyni en ástæðan er slæm útreið ræðukóngs Alþingis í nýjustu skoðanakönnun Maskínu á fylgi flokka á þingi en þar má sjá að fylgi stjórnarandstöðuflokkanna er í sögulegu lágmarki.
Segir Hallgrímur í nýlegir Facebook-færslu að ræðukóngur Alþingis, Njáll Traustason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafa „talað fylgið sitt burt“ í nýafstöðnu málþófi.
„Tíðindi dagsins. Ræðukóngur Alþingis talaði fylgið sitt burt! Flokkurinn fékk 15% í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi en er nú skv könnun með 8% fylgi á Norðurlandi, heimaslóð Njáls Trausta.“
Segir hann varaformann Sjálfstæðisflokksins hafa sennilega hjálpað til með að lækka fylgið og segir að kannski hefði mátt leyfa þeim að tala svolítið lengur.
„Varaformaðurinn Jens hefur sjálfsagt hjálpað til, hann var í 4. sæti málþæfenda. Þannig að málþófið skilaði þó einhverjum árangri! Hefði kannski mátt leyfa þeim að tala aðeins lengur.“
Komment