1
Peningar

Tuttugu Hafnfirðingar með fulla vasa fjár

2
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands sett aftur á sölu

3
Landið

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu

4
Peningar

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum

5
Landið

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri

6
Innlent

Stjórn RÚV hefur sett fram fyrirvara við þátttöku í Eurovision

7
Heimur

Charlie Sheen opnar sig um kynlíf með körlum

8
Innlent

Leigubílstjóri í bobba

9
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

10
Minning

Gestur Guðmundsson er fallinn frá

Til baka

Halla vill minna málþóf á Alþingi

Ræddi einnig um gervigreindarbyltingunni og jákvæða samskipti

Halla Tómasdóttir
Halla var kjörin forseti Íslands síðasta sumarSetti Alþingi í annað skipti.
Mynd: Víkingur

Nú fyrr í dag var Alþingi sett og að venju sá forseti Íslands um það.

Í ávarpi sínu ræddi Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, um mikilvægi þess að traust og virðing ríktu í samskiptum fólks, hvort sem væri á heimilum og vinnustöðum eða almennt í samfélaginu. Hún lýsti áhyggjum yfir hatramri orðræðu sem færi vaxandi, ekki síst á samfélagsmiðlum, og hvatti fólk til að velja orð sín af yfirvegun og nærgætni.

Forseti vék einnig að þróun mála á alþjóðavettvangi. Hún sagði að víða mætti sjá afleiðingar af dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan samfélaga, sem og virðingarleysi gagnvart alþjóðlegu samstarfi.

Halla vék sérstaklega að gervigreindarbyltingunni, þar á meðal djúpfölsunum og frjálslegri meðferð spjallmenna á staðreyndum.

Ávarpið í heild sinni

Ágætu alþingismenn!

Ég býð ykkur hjartanlega velkomin til þings.

Virðing og traust eru mér efst í huga nú við upphaf þessa 157. löggjafarþings Íslendinga. Og ábyrgð, sameiginleg ábyrgð okkar á hvoru tveggja.

Þegar ég nefni orðin virðing, traust og ábyrgð er ég að hugsa um þá hatrömu orðræðu sem við verðum í vaxandi mæli vör við víða í samfélaginu, ekki síst á samfélagsmiðlum. Orð hafa kröftug áhrif – þau geta sært en líka frætt og hughreyst. Orð eru jafnframt, nú sem fyrr, til alls fyrst. Þeir einstaklingar sem eru vandir að virðingu sinni yfirvega orð sín og velja þau af nærgætni, minnugir þess að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Saman mynda þær manneskjur, sem vanda sig í samskiptum og sýna sjálfum sér og öðrum virðingu, þau heimili, vinnustaði og samfélög sem njóta trausts.

Alþingi er einn mikilvægasti vinnustaður landsins og raunar sá eini sem er að verulegu leyti í beinni útsendingu. Orð í ræðustól þingsins rata samstundis til landsmanna og slá tóninn fyrir okkur hin, setja viðmið um hvað má og hvað má ekki. Sannarlega er þingsalurinn – og á að vera – vettvangur ólíkra skoðana, fundarstaður þar sem óhjákvæmilegt er að slái stundum í brýnu. Það er hins vegar aldrei eins mikilvægt fyrir okkur að vanda orðfærið og einmitt þegar við tökumst á.

Traust er grunnstoð heilbrigðs lýðræðis og sjálfs samfélagssáttmálans. Rýrnun þess ber að taka alvarlega. Við sjáum víða afdrifaríkar afleiðingar af dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga. Við verðum líka vör við virðingarleysi gagnvart þeim lögum, reglum og siðum sem leggja grunn að alþjóðlegu samstarfi og stofnunum, þar á meðal þeim sem eiga að standa vörð um siðferðileg viðmið og frið í veröldinni.

Víða um heim geisa nú stríð og átök með hrikalegum afleiðingum og harmi. Enginn sem verður vitni að slíkum hryllingi getur firrt sig ábyrgð. Ein stærsta áskorun samtímans er að finna friðsamlegar lausnir á þessum átökum. Lýðræðið á líka í vök að verjast, jafnvel í þeim löndum sem hafa lengi staðið um það vörð. Andleg líðan fer versnandi, einmanaleiki vex, ofbeldi sömuleiðis og okkur gengur sífellt verr að beina athygli okkar og orku að þeim flóknu viðfangsefnum sem við þurfum að kljást við. Farsælar lausnir, hvort sem er á heimavelli eða á alþjóðavettvangi, krefjast gagnkvæms trausts og virðingar fyrir skoðunum annarra, og skilnings á því að við lítum oft áskoranir og lausnir ólíkum augum. Það er eðlilegt, heilbrigt og umfram allt mannlegt. En viðbrögð okkar við ólíkum skoðunum þurfa líka að vera eðlileg, heilbrigð og mannleg.

Gervigreindarbyltingin, sem ýmsir telja að geti hjálpað okkur að takast á við heimsins stærstu áskoranir og leysa heimsins flóknustu gátur, virðist nú um stundir heldur auka á vanda okkar og jafnvel vanlíðan. Djúpfalsanir eru orðnar svo trúverðugar að tímabært er að setja þeim eðlileg mörk áður en illa fer. Svonefndar „ofskynjanir“ spjallmenna og snjallmenna og háskaleg meðferð þeirra á staðreyndum vekja ugg. Sumir sem tjá sig um þessi efni telja að best sé að trúa og treysta engu og engum. Því er ég ósammála. Það getur ekki verið rétta svarið. En hvernig getum við áfram rætt um og leyst stór og flókin úrlausnarefni í þessu umhverfi? Hvernig getum við tryggt að almenningur 3 treysti stofnunum samfélagsins, fullyrðingum stjórnmálafólks, vitnisburði fjölmiðla, úrslitum kosninga? Hvernig greinum við milli falsfrétta og sannleika?

Ég hef aðeins tæpt á þeim brýnu spurningum sem vakna í þessu samhengi. Raunin er sú að úrlausnarefnin eru miklu fleiri og eiga aðeins eftir að vaxa og verða flóknari. Fjórða iðnbyltingin mun óhjákvæmilega hafa djúp áhrif á framtíð okkar. Hún kallar á vaxandi athygli, umræðu og yfirvegaðar ákvarðanir. Þessi mikla umbreyting krefst þegar í stað athygli allra ráðuneyta, þings og þjóðar.

Kæru þingmenn.

Ég veit að þið gáfuð öll kost á ykkur fyrir síðustu kosningar til að þjóna sem best þjóðinni allri, þar með talið þeim sem enn eru ung og jafnvel ófædd. Ég er sannfærð um að þið eruð hér í þingsal vegna þess að þið viljið vinna saman að því að þróa og bæta þá umgjörð sem best tryggir bjarta framtíð okkar smáa og dýrmæta samfélags. Þið vitið enn betur en ég að mörg brýn mál bíða afgreiðslu Alþingis, mál sem þið eruð að nokkru leyti sammála um, þvert á flokka. Ég treysti því að þið munið vinna að þeim og öllum öðrum málum með sjálfsvirðingu og virðingu fyrir þjóðinni að leiðarljósi. Þar sem ágreiningurinn er mestur og málin flóknust vona ég að þið berið gæfu til að setja starfinu innan þingsins skynsamlegan ramma sem tryggir í senn málfrelsi og framgang lýðræðisins. Hugsanlega er tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum, jafnvel á stjórnarskránni. Það má og á ekki að vera keppikefli háttvirts Alþingis að halda áfram að setja met í málþófi. En um leið ber því skylda til að vera vettvangur fyrir heilbrigða og gagnrýna umræðu.

Sundurlyndið er kannski það sem stendur okkur helst fyrir þrifum frá degi til dags og veldur því stundum að einstaklingar, sem deila þó jafnan sömu grundvallarskoðunum, eiga erfitt með að tala og vinna saman í þágu þjóðarinnar. Ábyrgðin á að slíkt samtal og samstarf blessist hvílir á okkur öllum, lýðræðislega kjörnum fulltrúum, ekki síst hér á Alþingi.

Um leið og við hlúum að virðingu þingsins og trausti á þingræðinu eflum við traustið innan samfélagsins. Það er bjargföst trú mín að íslenska þjóðin, sem hefur fengið ómældan menningar- og náttúruauð í vöggugjöf og býr yfir lofsverðum sköpunarkrafti, eigi bjarta framtíð fyrir höndum, svo lengi sem hér ríkir traust og við tölum og vinnum saman af virðingu og ábyrgð.

Ég óska ykkur góðs gengis á komandi þingi og Íslendingum öllum heilla.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Svekkjandi tap í Frakklandi
Sport

Svekkjandi tap í Frakklandi

Litlu mátti muna að Íslandi næði jafntefli við eitt besta landslið heims
Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns
Heimur

Faðir hneig niður og lést í útför sonar síns

Alþingi sett með pompi og prakt
Myndir
Pólitík

Alþingi sett með pompi og prakt

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum
Innlent

Reyndu að smygla inn tæpum 40 kílóum af eiturlyfjum

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð
Innlent

Segir Íslendinga ekki lengur vera sjálfstæða þjóð

Rannsaka dularfullan súludauða á Vopnafirði
Landið

Rannsaka dularfullan súludauða á Vopnafirði

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða
Pólitík

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu
Landið

Árni setur límband á númeraplötur til að forðast gjaldskyldu

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot
Heimur

Breaking Bad leikari handtekinn fyrir stórfurðulegt brot

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás
Myndband
Heimur

Bátur með Gretu Thunberg um borð varð fyrir árás

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri
Landið

Guðjón dæmdur fyrir líkamsárás á Akureyri

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum
Peningar

Nóg til hjá átján tekjuhæstu í Vestmannaeyjum

Eitt glæsilegasta hús Íslands sett aftur á sölu
Fólk

Eitt glæsilegasta hús Íslands sett aftur á sölu

Pólitík

Alþingi sett með pompi og prakt
Myndir
Pólitík

Alþingi sett með pompi og prakt

157. löggjafarþingið hefur nú verið sett
„Ef það þarf að gera meira hraðar þá gerum við meira hraðar“
Pólitík

„Ef það þarf að gera meira hraðar þá gerum við meira hraðar“

Halla vill minna málþóf á Alþingi
Pólitík

Halla vill minna málþóf á Alþingi

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða
Pólitík

Segir komubann tveggja ráðherra Ísraels í takt við aðgerðir annarra þjóða

Milljónir í vasa Áslaugar Örnu
Pólitík

Milljónir í vasa Áslaugar Örnu

Kristrún hittir Zelenskyy í dag
Pólitík

Kristrún hittir Zelenskyy í dag

Loka auglýsingu