1
Fólk

Prettyboitjokkó opnar sig um áföllin

2
Heimur

Tveir breskir bræður drukknuðu fyrir framan föður sinn á strönd á Spáni

3
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

4
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

5
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

6
Landið

Þrjár sundlaugar á Austurlandi stóðust ekki hollustukröfur í fyrra

7
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

8
Heimur

Rússnesk sjónvarpsstöð sýnir byggingar skola á haf út þegar flóðbylgja rekur á land

9
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

10
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Til baka

Halla forseti ætlaði að „merkja“ páfann

Umdeild færsla forsetans var mikið rædd í gær

Halla Tómasdóttir forseti Íslands
Halla forseti yfirsást @-merkiðLeiðrétti færsluna síðar
Mynd: Aldís Pálsdóttir / Skrifstofa forseta Íslands

Mikið hefur verið deilt um færslu sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, ritaði í gær en þar var hún deila samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa en hann lést í gær eftir að hafa fengið heilablóðfall.

Í upphaflegri útgáfu af færslunni nefni Halla páfann Pope Francis og fór það fyrir brjóstið á mörgum Íslendingum.

„Það var vont og í raun alveg óboðlegt og óskiljanlegt að í opinberri færslu forseta Íslands skyldi vísa til Frans páfa með enskri gerð af nafni hans og embættisheiti,“ skrifaði Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, um málið. „Sem betur fer var þessu breytt fljótlega en þetta sýnir að enskan laumar sér víða inn og nauðsynlegt er að vera alltaf á verði gagnvart óþarfri og ástæðulausri enskunotkun.“

„Ó hvað þetta er innilega vont,“ skrifaði Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og formaður Rithöfundasambands Íslands.

„Þegar ég var í þriðja bekk í MR (1968–1969), skilaði ég ritgerð og minntist á Mexico City. Jón S. Guðmundsson, íslenskukennari minn, benti réttilega á, að ég ætti annaðhvort að nota íslenska nafnið, Mexíkóborg, eða hið spænska, Ciudad Mexico. Ég lét mér þetta að kenningu verða,“ bætti Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, við umræðuna.

Mannlíf sendi fyrirspurn á forsætisembættið til að spyrja nánar út í þá hugsun að notast við Pope Francis frekar en Frans páfa í færslunni.

„Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,“ sagði Sif Gunnarsdóttir forsetaritari í svari við fyrirspurn Mannlífs.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana
Myndband
Heimur

Amir gekk 12 km eftir mat – fékk afganga og var skotinn til bana

Bandarískur uppljóstrari lýsir stríðsglæpum Ísraelshers
Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael
Sport

Himinhá sekt blasir við ef körfuboltalið neita að spila gegn Ísrael

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd
Innlent

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein
Heimur

James Van Der Beek opnar sig um lífið með krabbamein

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael
Innlent

Skorar á KKÍ að hætta við leik gegn Ísrael

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi
Landið

Loðnuvinnslan kaupir Ebba-útgerðina á Akranesi

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands
Innlent

Skólar á vegum GRÓ órjúfanlegur hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri
Ný frétt
Innlent

Landlæknir varar við lífshættulegum fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótúlíneitri

Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu
Innlent

Ungir umhverfissinnar krefjast banns við olíuleit á Drekasvæðinu

Segja afstöðu umhverfisráðherra ekki hlutlausa
„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“
Innlent

„Hvers konar skilaboð eru það að refsa ungmennum fyrir það sem er gert vel?“

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála
Innlent

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi
Innlent

Ísbjörn sást á ísbreiðu út af Straumnesi

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi
Innlent

Ferðamaður á áttræðisaldri lést á Breiðamerkursandi

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd
Innlent

Lögreglan sendi óvart út falsaða mynd

Loka auglýsingu