
Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur sett á fót krabbameinsráð sem gegna mun hlutverki samráðsvettvangs um framkvæmd krabbameinsáætlunar en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Skipun ráðsins er liður í aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum sem samþykkt var á Alþingi í júní síðastliðnum.
Formaður ráðsins er Halla Þorvaldsdóttir, skipuð af ráðherra án tilnefningar, en hún er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Aðrir sem þar eiga sæti eru Agnes Smáradóttir, tilnefnd af Landspítala, Friðbjörn R. Sigurðsson, tilnefndur af Sjúkrahúsinu á Akureyri, Helgi Hafsteinn Helgason, tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Suðurlands, María Heimisdóttir, tilnefnd af embætti landlæknis og Sólveig Ása Tryggvadóttir, tilnefnd af Krafti.

Komment