
Það er gott að vera Hálfán Steinþórsson í dag en margir muna eftir honum af sjónvarpsskjánum þegar hann annar stjórnanda sjónvarpsþáttanna Djúpa laugin og Veggfóður.
Hann hefur síðan snúið sér að viðskiptum að miklu leyti en hann er einn af eigendum Kjarval ehf. en það rekur vinnustofu Kjarval við Austurstræti 12, sem opnaði árið 2019. Það er skrifstofu- og samkomurými sem hægt er að leigja og þykir nokkuð vinsælt.
Svo vinsælt að fyrirtækið var rekið með 34 milljón króna hagnaði í fyrra og 61 milljón króna hagnaði árið á undan en Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Þá var eigið fé um 132 milljónir en fyrirtækið ætlar ekki að greiða út arð. Alexander Gylfason, Aðalsteinn Jónsson Þorsteinsson og Hrannar Pétursson eiga allir hlut í vinnustofunni með Hálfdáni.
Komment