1
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

2
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

3
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

4
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

5
Heimur

Ísraelar bálreiðir

6
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

7
Heimur

Hvíta húsið ræðst á South Park

8
Menning

GKR sussar á fólk

9
Skoðun

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

10
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Til baka

Gylfi Ægisson er fallinn frá

Gylfi Ægisson
Gylfi ÆgissonEinn afkastamesti tónlistarmaður Íslandssögunnar er látinn
Mynd: kvikmyndavefurinn.is

Einn allra afkastamesti tónlistarmaður og lagahöfundur Íslandssögunnar, Gylfi Viðar Ægisson, lést skyndilega á heimili sínu á Selfossi, 78 ára gamall. Dóttir hans, Selma Hrönn Maríudóttir, greindi frá andláti hans á samfélagsmiðlum.

„Elsku pabbi minn, Gylfi Ægisson, er látinn á 79 aldursári. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu. Blessuð sé minning hans,“ skrifaði Selma Hrönn á Facebook.

Vísir fjallaði einnig um andlátið.

Gylfi fæddist 10. nóvember 1946 og ólst upp á Siglufirði á tímum síldarævintýrisins. Hann hóf ungur að árum störf til sjós áður en hann sneri sér alfarið að tónlistinni. Ferill hans spannar áratugi og skildi hann eftir sig mikið magn af tónlist sem lifir með þjóðinni.

Eitt þekktasta verk hans, lagið „Sjúdderari rei“, kom út árið 1988 og naut mikilla vinsælda. Ævisaga hans, rituð af Sólmundi Hólm Sólmundarsyni, kom út árið 2009 undir sama nafni.

Gylfi hóf tónlistarferil sinn með hljómsveitum á borð við Berki frá Bolungarvík og Eymenn frá Vestmannaeyjum. Fyrsta lag hans sem var gefið út á plötu var „Í sól og sumaryl“, sem hann samdi í Lystigarðinum á Akureyri og var gefið út af hljómsveit Ingimars Eydal árið 1972.

Á ferli sínum samdi Gylfi fjölda sígildra laga, þar á meðal „Jibbý jei“ sem hljómsveitin Svanfríður flutti, og „Minning um mann“, sem Logar frá Vestmannaeyjum komu á framfæri. Hann samdi einnig þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1974, „Eyjan mín bjarta“, þegar hátíðin var haldin í tvöhundraðasta sinn.

Árið 1980 stofnaði Gylfi ásamt Rúnari Júlíussyni og fleiri þekktum listamönnum hljómsveitina Áhöfnina á Halastjörnunni. Vinsælt lag hans, „Stolt siglir fleyið mitt“, kom út sama ár á plötunni Meira salt.

Gylfi lagði einnig mikla rækt við tónlist fyrir börn og gaf út fjölda svokallaðra Söngævintýra, þar sem hann vann með sígild ævintýri í lagformi.

Samkvæmt tónlistarsafninu Glatkistan gaf Gylfi út hátt í fjörutíu sólóplötur, auk fjölmargra annarra útgáfa með hljómsveitum og á safnplötum. Lög hans lifa áfram sem hluti af íslenskri tónlistararfi.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

„Heiðríkja“ og „skuggar“ í lífi Gylfa Ægissonar, sem varð bráðkvaddur í gær.
Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Hvíta húsið ræðst á South Park
Heimur

Hvíta húsið ræðst á South Park

Pálmi tætir Bergþór í sig
Pólitík

Pálmi tætir Bergþór í sig

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza
Innlent

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum
Innlent

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum

Jeff Daniels lætur kjósendur Trump fá það óþvegið
Heimur

Jeff Daniels lætur kjósendur Trump fá það óþvegið

Innlent

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Lögreglan lýsir eftir tveimur mönnum vegna rannsóknar.
Berja potta fyrir framan utanríkisráðuneytið í allan dag
Myndband
Innlent

Berja potta fyrir framan utanríkisráðuneytið í allan dag

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza
Innlent

Segir málningaslettuna ekki mega taka athyglina frá Gaza

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum
Innlent

Minnist Lofts Sveins sem lést í mótorhjólaslysi á dögunum

Þrjú ungmenni gengu hættulega nærri eldgosinu
Myndband
Innlent

Þrjú ungmenni gengu hættulega nærri eldgosinu

Gylfi Ægisson er fallinn frá
Innlent

Gylfi Ægisson er fallinn frá

Loka auglýsingu