
Gunnar Smári Egilsson skrifaði skemmtilega færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann veltir fyrir sér áhrif bragðs getur haft á huga okkar.
Sósíalistaforinginn fyrrverandi, Gunnar Smári Egilsson sýndi ljóðræna hlið á sér í nýjustu Facebook-færslu sinni. Segir hann mat „geta leikið sér að huga“ fólks, sem myndar hugartengsl við fallegar minningar.
„Matur getur leikið sér að huga okkar svo við fyllumst ljúfsárri fortíðarþrá, upplifum öryggi æskuáranna, skilyrðislausa ást og fullvissu um vernd, bara með því að finna bragð sem minnir okkur á slíka daga, ilm sem mætti okkur þegar við komum svöng heim eftir ærsl og hrakningar dagsins.“ Þannig hefst færsla Gunnars Smára en því næst nefnir hann dæmi:
„Sæt mjólk eins og í creme anglaise, île flottante eða tres leches færir okkur aftur fyrir það sem við getum munað nema einhvers staðar í undirmeðvitundinni, til þess tíma að við vorum á brjósti og drukkum ylvolga og sæta móðurmjólkina í fangi móður.“
Að lokum snýr sósíalistinn sér að kjötinu, réttara sagt franskri gæsalifrarkæfu:
„Og þegar við borðum franska gæsalifrarkæfu köstumst við aftur til þess tíma að okkur tókst að fella dýr og rifum fyrst glorsoltin í okkur lifrina og fundum hvernig bragðið gaf okkur fullvissu um að það væri nóg til, allt kjötið eftir. Við yrðum ekki svöng aftur fyrr en einhvern tímann eftir helgi. Ég fann eina dollu af svona kæfu inn í skáp og skil ekki almennilega hvers vegna þetta er svona gott. Bjó því til þessa vitlausu kenningu. Og ekki skamma mig, ég borðaði vegan í hádeginu.“
Komment