1
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

2
Peningar

Fyrirtæki Emils tapaði milljónum

3
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

4
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

5
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

6
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

7
Minning

Anna Birgis er fallin frá

8
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

9
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

10
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Til baka

Gunnar Smári opnar sig um erfiða dvöl á barnaheimili

„Annars man ég fátt, nema þrúgandi tilfinningu söknuðar, ótta og einmanaleika.“

Gunnar-Smari2-e1727173739482
Gunnar Smári EgilssonSósíalistaforinginn fyrrverandi opnar sig um erfitt sumar.
Mynd: Ljósmynd: Facebook

Gunnar Smári Egilsson opnar sig um erfiða dvöl sína á sumardvalarheimili sem barn, í nýrri Facebook-færslu.

Fyrrverandi framkvæmdarstjóri Sósíalistaflokksins, Gunnar Smári Egilsson, segir frá því í nýrri færslu á Facebook að hann hafi verið á sumardvalaheimili þegar hann var fjögurra ára gamall. Færslan hefst á eftirfarandi orðum:

„Það var mynd í sjónvarpinu um börn á sumardvalarheimili, líklega á sjöunda áratugunum, Sumarbörn. Ég var á svona heimili, barnaheimilinu Vorboðanum sem verkalýðsfélög kvenna ráku upp við Rauðhóla. Það eru engar menjar um þetta heimili þar lengur, en hluti skálans er núna íbúðarhús á Framnesvegi 66. Ég var þarna held ég sumarið 1965, fjögurra ára, sumarið þegar pabbi og mamma skildu.“

Segist Gunnar Smári segist ekki eiga margar góðar minningar um þessa dvöl sína og sagði hana hafa einkennst af ótta og einmanaleika.

„Ég á fáar góðar minningar frá þessari dvöl, ég skildi ekkert í því hvers vegna ég var allt í einu lokaður þarna inni ásamt sextíu börnum, kannski fleirum. Við sváfum í kojum í skálum og áður en dregið var fyrir gluggana sagði gæslukona okkur að í Rauðhólunum fyrir utan byggi hún Grýla sem myndi læðast til okkar og stela þeim börnum sem ekki væru sofnuð. Skrítin aðferð við að svæfa börn. Annars man ég fátt, nema þrúgandi tilfinningu söknuðar, ótta og einmanaleika.“

Fjölmiðlamaðurinn sagði í færslu sinni að eitt ljós hafi verið þetta erfiða sumar en það hafi verið unglingsstúlka sem vann á barnaheimilinu umrætt sumar. Fann hann í henni sálufélaga.

„Ljósið er ein gæslukonan, sem hefur líklega verið unglingsstúlka þetta sumar. Hún var sú eina sem ég man til að hafi séð mig, og ég laðaðist að henni. Henni hefur fundist gaman að stríða mér þegar ég mændi upp á hana í von um einhverja tengingu. Þegar við gengum fram á Hólmsá sagði hún mér að þarna rynni Þjórsá í öllu sínu veldi. Svo benti hún á Rauðhólana og sagði að þarna risi hún Hekla, líklega að undirbúa gos. Og þarna liggur Þingvallavatn, sagði hún og benti í átt að Elliðavatni. Fróðleiksfúst barnið hafði fundið sálarfélaga, gat ekki hugsað sér skemmtilegri gönguför.“

Þegar Gunnar Smári var sóttur af fjölskyldunni eftir sumarið var hlegið af honum þegar hann sagði þeim frá því sem unglingsstúlkan hafði kennt honum.

„Það eina góða þetta sumar var blekking. Ég myndi gjarnan vilja vita hver gæslukonan var sem bjargði mér þetta sumar, með því að ljúga mig fullan.“

Að lokum segir hann frá því að tilraun hafi verið gerð til þess að setja hann á dagheimili veturinn á eftir en eftir að hann harðneitaði því fylgdi hann móður sinni í vinnuna. Þá var einnig reynt að senda hann í sveit næsta sumar en hann komst hjá því með því að gera sér upp kíghósta.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju
Viðtal
Fólk

Fyrrverandi forstjóri segir Íslendinga í byltingu gegn efnishyggju

„Þetta gerir ekkert fyrir mann,“ segir Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri, um föt, bíla og önnur efnisleg gæði, sem hann hefur snúið bakinu við.
Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza
Heimur

Gagnrýna harðlega hugmyndir um að Blair stjórni Gaza

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Lola Young hneig niður í miðju lagi
Myndband
Fólk

Lola Young hneig niður í miðju lagi

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play
Peningar

Fjórir lífeyrissjóðir virðast hafa tapað milljörðum á gjaldþroti Play

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl
Fólk

Jón Gnarr dreymdi færeyskan furðufugl

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson
Heimur

Natalie Dormer neitar að kynna nýjan þátt um Söru Ferguson

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins
Menning

Hallgrímur leiðréttir rangfærslur Morgunblaðsins

Selja huggulegt einbýli með risagarði
Myndir
Fólk

Selja huggulegt einbýli með risagarði

Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi
Innlent

Rússneskum hjónum með nýfædda tvíbura sparkað úr landi

Lögfræðingur hjónanna segir málið „öfugsnúið“ og „grafalvarlegt“.
Counter Strike player physically attacked a teen - Calls him “disgusting immigrant trash”
Myndband
Innlent

Counter Strike player physically attacked a teen - Calls him “disgusting immigrant trash”

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi
Innlent

Arnar Snær nefbraut mann í hesthúsi

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál
Innlent

Gera grín að auglýsingu Sjálfstæðismanna um útlendingamál

Mótmæla breytingum á útlendingalögum
Innlent

Mótmæla breytingum á útlendingalögum

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti
Innlent

Fór á bráðamóttöku með töluverða áverka í andliti

Loka auglýsingu