1
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

2
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

3
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

4
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

5
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

6
Menning

GKR sussar á fólk

7
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

8
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

9
Innlent

Svona var druslugangan 2025

10
Heimur

Hafa forsetann að háði og spotti

Til baka

Gulli Reynis kveður sviðið

Gulli heiðraði minningu tvíburabróður síns, Halla Reynis með þrennum tónleikum og plötuútgáfu. Nú stendur hann sjálfur frammi fyrir dauðanum en stefnir á eina plötu í viðbót.

Gulli Reynis
Gulli ReynisGulli talar um veikindi sín á einlægan hátt
Mynd: Víkingur

Gunnlaugur Reynisson eða Gulli Reynis eins og hann er gjarnan kallaður, hefur verið ötull í að halda minningu og tónlist tvíburabróður síns, Halla Reynis, á lofti frá því að Halli lést árið 2019, aðeins 52 ára að aldri. En nú stendur Gulli sjálfur fyrir dauðanum en hann greindist með sjaldgæft og illvígt krabbamein í fyrra. Í desember síðastliðnum fékk hann þær hræðilegu fréttir að lyfin væru hætt að virka á meinið.

Gulli Reynis
Gulli ReynisHeiðraði minningu bróður síns með tónleikum
Mynd: Víkingur

Steig á svið eftir langa pásu

Árið 2022 ákvað Gulli Reynis að dusta rykið af gítarnum og halda sérstaka tónleika til heiðurs tvíburabróður sínum, Halla. Tónleikarnir voru haldnir í nóvember það ár en uppselt var á tónleikana hálfu ári fyrr. Allur ágóðinn af tónleikunum rann til Sorgarmiðstöðvarinnar.

„Það gekk gríðarlega vel,“ segir Gulli í samtali við Mannlíf, aðspurður hvort það hafi ekki verið auðvelt að fá fólk með sér í að halda heiðurstónleikana í fyrsta skiptið. „Það seldist upp á tónleikana sex mánuðum fyrir þá. Og það var eiginlega það sama upp á teningnum árið eftir.“

Þegar Gulli hélt fyrstu heiðurstónleikana var það í fyrsta skipti sem hann steig á svið í um 17 ár en á árum áður hafði hann komið fram á skemmtistöðum sem trúbador.

„Frá kannski 1995 til 2003-2004, var ég að spila á skemmtistöðum sem trúbador. En ég var ekkert í því að gefa út tónlist eða neitt slíkt.“ Aðspurður hvort þeir bræðurnir hafi einhvern tíma skemmt saman svaraði Gulli: „Nei, við skemmtum saman eitt kvöld, við náðum því þó.“ Gulli lærði snemma kjötiðn og hefur alla tíð unnið í matvælaiðnaðinum en tónlistin var alltaf aðeins aukavinna.

Slæmar fréttir

Til stóð að halda þriðju heiðurstónleikana í nóvember 2024 en það gekk ekki eftir. „Ég gat það náttúrulega ekki, þar sem ég var þá byrjaður í lyfjagjöf og ekki á nokkurn hátt undirbúinn undir það,“ segir Gulli en hann greindist með afar sjaldgæft og illvígt krabbamein, svokallað gallgangakrabbamein. „Ég byrjaði í lyfjagjöf í mars í fyrra,“ bætir hann við.

Gulli Reynis
Gulli ReynisGulli segist vera með gríðarsterkt bakland.
Mynd: Víkingur

Þó svo að ekki hafi orðið af tónleikunum í fyrra, gaf Gulli þó út vínylplötu með upptökum af fyrri heiðurstónleikunum.

„Jú, þá gaf ég út plötu frá þessum tvennum tónleikum, frá 2022 og 2023, sem ég gaf út á vínyl.“ Var plötunni afar vel tekið.

Kvaddi sviðið í maí

Í maí á þessu ári hélt Gulli síðan þriðju heiðurstónleikana en þá tilkynnti hann að þetta yrði í síðasta skipti sem hann stigi á sviðið.

„Já, ég gerði það eiginlega. En þetta var í raun ekki mín hugmynd að gera þetta. Þessi hugmynd kom bara frá Kristni ljósmyndara sem hefur verið duglegur að taka ljósmyndir á tónleikum og frá honum Palla í Bæjarbíói. Þeir höfðu samband og spurðu hvort ég vildi ekki slá í eina tónleika í viðbót. Og ég fékk svar við þeirri spurningu nokkrum vikum síðar, held það hafi verið verið einhverjum sex eða sjö vikum áður en tónleikarnir voru haldnir. Lyfin hættu að virka á mig í byrjun desember þannig að ég er búinn að vera í líknandi meðferð og er ekki í neinni lyfjameðferð. Þannig að ég sló til, að halda þessa tónleika. Og fékk menn strax í þetta.“

Og var ekki vel mætt á tónleikana?

„Það var alveg pakkað hús.“

Ekki langt eftir

Að sögn Gulla á hann ekki langt eftir á þessu jarðlífi.

„Það er mjög stutt. Auðvitað veit maður ekkert hvað maður á mikið eftir, skilurðu? En ég geri mér ekki meiri væntingar en tvo til þrjá mánuði en maður vonar það besta, heldur í vonina með það.“

Gulli Reynis
Gulli ReynisGulli stefnir á að gefa út plötu á næstu vikum
Mynd: Víkingur

En hvernig leið þér þegar þú fékkst fréttirnar í desember, um að lyfin væru hætt að virka?

„Það var náttúrulega reiðarslag því að þetta krabbamein sem ég er með er mjög sjaldgæft og illvígt. Sem segir okkur að þegar krabbamein er þetta sjaldgæft er lyfjaþróunin ekki komin jafn langt á veg og hjá öðrum tegundum krabbameina. Ég eiginlega vissi þá að lífslíkur mínar eru taldar í mánuðum, eftir þetta. Fyrstu viðbrögðin voru þau að ég hélt það að ná vorinu væri eitthvað, svona miðað við þessa tegund krabbameins. Ég náði því en það hefur verið að versna mikið núna.“

Aðspurður segist Gulli vera með einstaklega gott bakland sem hjálpi honum í veikindunum.

„Ég er með gríðarlega gott bakland, bæði hjá fjölskyldunni og eins mjög sterkt bakland í vinum.“

Kláraði óútgefna plötu bróður síns

Árið 2021 ákvað Gulli að gefa út ókláraða plötu tvíburabróður síns, Söngur Vesturfarans en hver var aðdragandinn af þeirri vinnu?

„Halli átti í raun allt eftir,“ segir Gulli og á þá við allt á plötuna. „Það sem að gerðist var það, að það var hringt í mig eitt kvöld og mér sagt að Halli hafi farið í stúdíó og tók þessi lög upp, bara einn á gítar, söng þetta live inn, þremur árum áður en ég fæ fregnir af þessu. Og ég vissi að hann var búinn að eiga við einhverja texta. Og hann átti að fara í stúdíó í fyrstu eða annarri vikunni í október en þá stóð aldrei til að nota neitt af þessu sko, það átti að syngja þetta allt aftur inn. En ég gat notað þessar upptökur og farið með þær í stúdíó Paradís hjá honum Jóhanni Ásmundssyni. Og þeir spiluðu inn á þetta, þeir Jói og Sigurgeir Sigmunds og fleiri og fleiri góðir.“

Ný plata væntanleg

Í lok samtalsins kemur Gulli með stórfrétt. Hann stefnir á að gefa út nýja plötu á allra næstu vikum.

„Ég er að vinna núna með upptökur af þessum tónleikum frá því í maí. Og hugmyndin er að koma með plötu á Spotify á allra næstu vikum, þar sem ég mun kannski nota níu eða tíu lög af þeim tónleikum.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Styrkja Mannlíf

Má bjóða þér að styrkja starfsemi Mannlífs með mánaðarlegu framlagi?


Komment


Hafa forsetann að háði og spotti
Heimur

Hafa forsetann að háði og spotti

Skotar láta skína í kímnigáfuna í mótmælum gegn Donald Trump, sem spilar golf í landinu.
Svona var druslugangan 2025
Myndir
Innlent

Svona var druslugangan 2025

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“
Pólitík

Hagfræðingur segir hegðun stjórnarandstöðunnar „með ólíkindum“

Eldgosið nú með forgangi Icelandia
Myndir
Innlent

Eldgosið nú með forgangi Icelandia

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi
Heimur

Leiðtogi Tsjetsjníu nærri drukknaður í sumarfríi í Tyrklandi

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall
Heimur

Fundu lík manns sem leitað var í Cornwall

Hallgrímur hæðist að Njáli
Pólitík

Hallgrímur hæðist að Njáli

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað
Heimur

Chuck-E-Cheese músin handtekin fyrir þjófnað

Hefur þú séð þessa menn?
Innlent

Hefur þú séð þessa menn?

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Þegar þú þekkir mig betur en ég þekki mig - Að vera þingmaður: 9. kafli

Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið
Viðtal
Fólk

Gulli Reynis kveður sviðið

Gulli heiðraði minningu tvíburabróður síns, Halla Reynis með þrennum tónleikum og plötuútgáfu. Nú stendur hann sjálfur frammi fyrir dauðanum en stefnir á eina plötu í viðbót.
Gunnar Smári sýnir ljóðræna hlið á sér
Fólk

Gunnar Smári sýnir ljóðræna hlið á sér

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið
Fólk

Bubbi segir frá því þegar Gylfi var á bakvið sturtutjaldið

Framkvæmdarstjóri stefnumótunar Nova kaupir hús á 235 milljónir króna
Myndir
Fólk

Framkvæmdarstjóri stefnumótunar Nova kaupir hús á 235 milljónir króna

Sonur Isaac Hayes segir föður sinn ekki hafa hætt sjálfviljugur í South Park
Fólk

Sonur Isaac Hayes segir föður sinn ekki hafa hætt sjálfviljugur í South Park

Loka auglýsingu