
Ljósmyndari Mannlífs fann númerslausa bifreið í Breiðholtinu í gær, fulla af bensínbrúsum. Gengi hefur undanfarna daga stolið hundruðum lítra af olíu af vörubílum í Reykjavík.
RÚV sagði frá því á dögunum að þjófagengi hafi stolið olíu úr vörubílum Fraktlausna en þeim tókst að stela um nærri því 300 lítrum af olíu á aðeins hálftíma.
Arnar Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna sagði í viðtali við RÚV að sami bíllinn hafi sést á öryggismyndavélum fyrirtækisins en að gengið eigi fleiri bíla til að nota við þjófnaðinn. Að hans sögn hleypur fjárhagstjónið af völdum þjófanna á um fjórðu milljón króna.
Blaðamaður Mannlífs fór á stúfana í gær í leit að grunsamlegum bifreiðum og fann einn slíkan við Seljakirkju í Breiðholti. Bíllinn var fullur af bensínbrúsum og ekki með númeraplötu en engar sannanir eru fyrir því að bifreiðin sé í eigu þjófagengis.


Komment